Innlent

Fór með greiðslukort í óleyfi á Moe's, Blástein og Skalla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/pjetur
Ríflega fertugur karlmaður, Þorsteinn Gíslason, var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir fjársvik. Helgina 25. – 27. júlí á síðasta ári fór Þorsteinn með greiðslukort annars manns og keypti með því vörur fyrir 212.822 krónur án heimildar eiganda þess.

Meðal verslana sem Þorsteinn keypti þjónustu hjá má nefna sportbarinn Blástein, Prinsinn í Mjódd og Hraunbæ, Skeljung og Moe‘s bar. Sakborningur játaði brot sín skýlaust.

Þorsteini hefur sex sinnum áður verið gert að sæta refsingu fyrir auðgunarbrot. Það fyrsta átti sér stað árið 2003. Í september 2013 var honum veitt reynslulausn á eftirstöðvum fangelsisrefsingar sinnar, alls 225 dögum, í tvö ár. Með broti sínu í júlí 2014 rauf hann skilorð reynslulausnarinnar.

Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin átta mánuðir og sökum ítrekaðra brota hans þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda hana. Að auki var honum gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×