Spyr hvort SÁÁ sé treystandi fyrir veiku fólki eftir framgöngu formanns Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2015 15:48 Kristín, talskona Rótarinnar, er ósátt við ummæli Arnþórs, formanns SÁÁ. Vísir/GVA Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir viðbrögð Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, bæði ómálefnaleg og ófagleg. „Þessi viðbrögð eru samtökunum til skammar,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Í kjölfar gagnrýni Kristínar á þau meðferðarúrræði sem í boði eru hjá SÁÁ sakaði Arnþór hana í Facebook-hópi SÁÁ um gamaldags viðhorf – mikilmennsku og fordóma. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ sagði Arnþór og tengdi við ummæli sín myndband af hvítri, eldri konu sem neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni. Hún sagði í samtali við Vísi að hún íhugaði að kæra formanninn fyrir meiðyrði þar sem hann líkir henni við rasista með ummælum sínum. Sjá einnig: Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordómaSegir formanninn snúa út úr orðum sínum Kristín segir Arnþór snúa út úr orðum sínum en að hún hafi eingöngu viljað benda á að það vantaði fjölbreyttari úrræði. Athugasemd hennar varðandi fyrrnefndan „kardó-gaur“ hafi ekki snúið að því að hún hafi þurft að umgangast hann heldur þá ábendingu að sambærileg meðferð hafi ekki hentað fyrir hana sem var að koma í sína fyrstu meðferð og hann sem var í sinni áttugustu. „Það sem ég er að benda á er að það vantar fjölbreyttari úrræði, langveikt fólk þarf kannski öðruvísi meðferð heldur en þeir sem eru í fyrsta skipti að reyna að taka á sínum vanda.“ Hún segir kerfið núna vera þannig að allir sem fari inn á Vog sæti sömu meðferð með litlum mismunandi áherslum varðandi kyn en þau séu ekki aðgreind.Meðferð er ekki kynjaskipt á Vogi nema að litlu leyti.Sjá einnig: „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ „Sjúklingar greina sig sjálfir, panta innlög á einkarekið sjúkrahús, Vog. Ein greining er í boði: Banvænn heilasjúkdómur. Við þessum sjúkdómi er lækningin sem er helst notuð óháð því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Hún felst í glærusýningum með efni sem haldist hefur meira og minna óbreytt í áratugi og er samkvæmt hinu svokallaða Minnesóta-módeli sem beinist að því að koma fólki inn í AA-samtökin,” segir Kristín. „Ef meðferðin virkar ekki er ekki reynt að finna aðrar lausnir heldur er glærusýningin endurtekin, aftur og aftur. Áttatíu sinnum í tilfelli mannsins sem ég vísaði til. Ef meðferðin virkar samt ekki er almennt komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað sé að sjúklingnum en ekki meðferðinni.”Ráðist opinberlega að sjúklingum stofnunarinnar Hún segir framgöngu Arnþórs til skammar og segir samtökin engan rétt hafa til þess að ráðast opinberlega að sjúklingum sínum eins og Arnþór gerir. Hins vegar hafi hún sem sjúklingur á Vogi þau mannréttindi að gagnrýna þá heilbrigðisþjónustu sem henni er veitt. „Maðurinn er formaður stórra almannaheilla samtaka sem fá hátt í milljarð á ári til að reka sjúkrahús,“ segir Kristín og spyr hvort að stjórn SÁÁ styðji Arnþór í framkomu sinni og ummælum. Jafnframt spyr hún hvort að aðrir í samtökunum telji svona framkomu við hæfi. Hann ráðist á manninn með ómálefnalegum hætti. „Það hlýtur að vera réttur hvers þess sem nýtir heilbrigðisþjónustu að gagnrýna hana án þess að lenda í þöggunartilburðum.“ Hún telur að umræðan hefði getað orðið til uppbyggingar ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu talsmanns SÁÁ. „Að mínum dómi setur þetta þessi framganga stórt spurningarmerki við það hvort að þessum samtökunum er treystandi fyrir veiku fólki.” Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir viðbrögð Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, bæði ómálefnaleg og ófagleg. „Þessi viðbrögð eru samtökunum til skammar,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Í kjölfar gagnrýni Kristínar á þau meðferðarúrræði sem í boði eru hjá SÁÁ sakaði Arnþór hana í Facebook-hópi SÁÁ um gamaldags viðhorf – mikilmennsku og fordóma. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ sagði Arnþór og tengdi við ummæli sín myndband af hvítri, eldri konu sem neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni. Hún sagði í samtali við Vísi að hún íhugaði að kæra formanninn fyrir meiðyrði þar sem hann líkir henni við rasista með ummælum sínum. Sjá einnig: Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordómaSegir formanninn snúa út úr orðum sínum Kristín segir Arnþór snúa út úr orðum sínum en að hún hafi eingöngu viljað benda á að það vantaði fjölbreyttari úrræði. Athugasemd hennar varðandi fyrrnefndan „kardó-gaur“ hafi ekki snúið að því að hún hafi þurft að umgangast hann heldur þá ábendingu að sambærileg meðferð hafi ekki hentað fyrir hana sem var að koma í sína fyrstu meðferð og hann sem var í sinni áttugustu. „Það sem ég er að benda á er að það vantar fjölbreyttari úrræði, langveikt fólk þarf kannski öðruvísi meðferð heldur en þeir sem eru í fyrsta skipti að reyna að taka á sínum vanda.“ Hún segir kerfið núna vera þannig að allir sem fari inn á Vog sæti sömu meðferð með litlum mismunandi áherslum varðandi kyn en þau séu ekki aðgreind.Meðferð er ekki kynjaskipt á Vogi nema að litlu leyti.Sjá einnig: „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ „Sjúklingar greina sig sjálfir, panta innlög á einkarekið sjúkrahús, Vog. Ein greining er í boði: Banvænn heilasjúkdómur. Við þessum sjúkdómi er lækningin sem er helst notuð óháð því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Hún felst í glærusýningum með efni sem haldist hefur meira og minna óbreytt í áratugi og er samkvæmt hinu svokallaða Minnesóta-módeli sem beinist að því að koma fólki inn í AA-samtökin,” segir Kristín. „Ef meðferðin virkar ekki er ekki reynt að finna aðrar lausnir heldur er glærusýningin endurtekin, aftur og aftur. Áttatíu sinnum í tilfelli mannsins sem ég vísaði til. Ef meðferðin virkar samt ekki er almennt komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað sé að sjúklingnum en ekki meðferðinni.”Ráðist opinberlega að sjúklingum stofnunarinnar Hún segir framgöngu Arnþórs til skammar og segir samtökin engan rétt hafa til þess að ráðast opinberlega að sjúklingum sínum eins og Arnþór gerir. Hins vegar hafi hún sem sjúklingur á Vogi þau mannréttindi að gagnrýna þá heilbrigðisþjónustu sem henni er veitt. „Maðurinn er formaður stórra almannaheilla samtaka sem fá hátt í milljarð á ári til að reka sjúkrahús,“ segir Kristín og spyr hvort að stjórn SÁÁ styðji Arnþór í framkomu sinni og ummælum. Jafnframt spyr hún hvort að aðrir í samtökunum telji svona framkomu við hæfi. Hann ráðist á manninn með ómálefnalegum hætti. „Það hlýtur að vera réttur hvers þess sem nýtir heilbrigðisþjónustu að gagnrýna hana án þess að lenda í þöggunartilburðum.“ Hún telur að umræðan hefði getað orðið til uppbyggingar ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu talsmanns SÁÁ. „Að mínum dómi setur þetta þessi framganga stórt spurningarmerki við það hvort að þessum samtökunum er treystandi fyrir veiku fólki.”
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira