Körfubolti

Auður Íris inn fyrir Ingunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Auður Íris í leik með Haukum.
Auður Íris í leik með Haukum. Vísir/Andri Marinó
Haukakonan Auður Íris Ólafsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í körfubolta fyrir keppni á Smáþjóðaleikunum sem verða settir í Reykjavík í kvöld.

Auður Íris tekur sæti Ingunnar Emblu Kristínardóttur sem á við meiðsli að stríða. Auður Íris var í æfingahópi Íslands fyrir leikana.

Ísland stefnir á gull á Smáþjóðaleikunum en stelpurnar hefja leik gegn Möltu í Laugardalshöllinni annað kvöld klukkan 19.30.

Auður Íris er dóttir Ólafs Rafnssonar heitins, fyrrum forseta ÍSÍ og Körfuknattleikssambands Evrópu, FIBA Europe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×