Heilsuvísir

Góðir tímar í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins

Elísabet Margeirsdóttir skrifar

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins var haldið í tuttugasta og fjórða skiptið í kvöld og tóku um 600 hlauparar þátt í hlaupinu í ár.
 
Stemningin var mjög góð og veðrið eins og best verður á kosiðfyrir langhlaup. Börn og fullorðnir á öllum aldri tóku þátt í bæði þriggja og tíu kílómetra hlaupunum.
 
Agnes Kristjánsdóttir var fyrst kvenna í mark í 10 km hlaupinu á 40:30 mín og Geir Ómarsson var fyrstur karla í mark á 34:03 mín. Guðrún Ólafsdóttir kom fyrst í mark kvenna í 3 km hlaupinu á 11:49 mín og Snorri Sigurðsson var fyrstur karla á 9:29 mín.
 
Öll úrslit í Heilsuhlaupinu má finna hér


Tengdar fréttir

Fyrsta þríþraut sumarsins fór af stað í snjókomu

Glæsileg þríþraut var haldin í Kópavogi í dag og einnig var boðið upp á fjölskylduþríþraut. Aðstæður voru skrautlegar til að byrja með en það snjóaði þegar fyrsti hópur var ræstur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.