Innlent

Metdagur á miðunum í gær

Vísir/Stefán
Metdagur var á miðunum umhverfis landið í gær þegar tæplega 850 skip og bátar voru inn í kerfum Stjórnstöðvar siglinga og Landhelgisgæslunnar um hádegissbil.

Þar af voru hátt í hundrað flutningaskip af ýmsum gerðum. Þetta er mesti skipafjöldi á einum degi það sem af er árinu, og bætir metið um 20 skip frá síðasta metdegi, sem var í síðasta mánuði.

Nú eru hinsvegar mun færri skip á sjó, enda eru engar strandveiðar á föstudögum og stóru skipin eru ýmist komin í land eða á landleið vegna sjómannadagsins, sem verður á sunnudag.

Þau eiga að vera komin í höfn á hádegi á morgun. Þrátt fyrir skipafjöldann í gær urðu engin óhöpp og engin bátur þurfti aðstoð, svo vitað sé. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×