Innlent

Um ágreining að ræða ekki frelsissviptingu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjöldi lögreglumanna mættu í Grafarholtið eftir að símtalið frá konunni barst. Um kunningja er að ræða, ekki sambýlisfólk.
Fjöldi lögreglumanna mættu í Grafarholtið eftir að símtalið frá konunni barst. Um kunningja er að ræða, ekki sambýlisfólk. vísir/loftmyndir
Búið er að yfirheyra manninn sem grunaður var um að hafa svipt konu frelsi í íbúð hennar við Þórðarsveig í Grafarholti á þriðjudag. Um ágreining var að ræða en ekki frelsissviptingu að sögn lögreglu og er maðurinn því laus úr haldi.

Fólkið hafði setið að sumbli um kvöldið og voru bæði því heldur drukkin þegar deilurnar hófust. Konan leitaði þá í næstu íbúð og hringdi þaðan í lögreglu. Töluverður fjöldi lögreglumanna mætti á staðinn ásamt sjúkrabíl en konan reyndist ekki slösuð. Maðurinn, sem er um fimmtugt, var færður í fangageymslur og hófust yfirheyrslur eftir að af honum var runnið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×