Innlent

Banani og kók kom upp um hústökukonu í Leifstöð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. vísir/vilhelm
Banani og kók var það sem kom upp um konu sem dvalist hafði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sjö daga. Á hverjum degi leit hún við í verslun og verslaði áðurnefndar vörur og vakti það grun starfsfólks um að hún hefðist við í flugstöðinni.

Í viðtali við lögreglu viðurkenndi hún að hafa dvalið í flugstöðinni þessa daga. Var henni gerð grein fyrir því að flugstöðin væri ekki ætluð til búsetu og hún hefði dvalið of lengi á Schengen-svæðinu. Er hún var spurð um vegabréf framvísaði hún bandarísku vegabréfi en harðneitaði að fara heim á leið. Sættust aðilar á þau málalok að konan færi af landi brott með næsta flugi til Edinborgar.

Atburðurinn minnir að nokkru leiti á kvikmynd Steven Spielberg frá 2004, The Terminal, þar sem Tom Hanks leikur Viktor Navorski. Viktor verður strandaglópur á flugvelli í Bandaríkjunum og hefst þar við í lengri tíma. Stiklu úr þeirri mynd má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×