Sjávarbotnsrannsókn hafin vegna strengs til Bretlands Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2015 22:00 Viðamesta rannsókn til þessa vegna raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands hófst í dag þegar rannsóknarskip lagði úr höfn í Færeyjum til að mynda hafsbotninn. Félag í eigu breskra fjárfesta kostar leiðangurinn. Rannsóknarskipið Stril Explorer, frá sænska fyrirtækinu MMT, er búið fjarstýrðum kafbáti sem notaður verður til að ná sónarmyndum af hafsbotninum milli Íslands og Færeyja. Annað skip myndar síðan botninn milli Færeyja og Bretlands og starfa um fimmtíu manns að rannsókninni. Kostnaður er ekki gefinn upp en áætla má að hann hlaupi á nokkur hundruð milljónum króna enda eiga skipin að verja alls tveimur mánuðum í verkefnið. Félag breskra fjárfesta sem vilja fjármagna strenginn, Atlantic Superconnection, stendur að rannsókninni en helsti talsmaður þess er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Sem ráðherra undirritaði hann einmitt viljayfirlýsingu fyrir þremur árum um athugun á sæstreng til raforkuflutninga milli landanna. Hafsbotnsrannsóknin er gerð með leyfi Orkustofnunar og er ein helsta forsenda þess að meta hvort lagning sæstrengs sé tæknilega og fjárhagslega fýsileg. Þetta er jafnframt langviðamesta verkefnið sem lagt hefur verið í til þessa vegna sæstrengsins.Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands, er helsti talsmaður Atlantic Superconnection.Mynd/Stöð 2.Charles Hendry sagði í dag að ákvörðun um hvort halda eigi áfram að skoða fýsileika þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands liggi hjá íslensku þjóðinni og stjórnvöldum. „ASC hefur eytt umtalsverðum tíma í að meta hagfræðilegar og tæknilegar forsendur verkefnisins og telur að sæstrengur yrði bæði íslensku efnahagslífi og Bretlandi til hagsbóta. Bresk stjórnvöld vinna nú þegar að því að skipulegga framtíðaráform í orkumálum landsins og því er mikilvægt að Íslendingar dragi ekki of lengi að skýra afstöðu sína til málsins. Því tökum við þetta skref nú svo að unnt verði að halda áfram án tafar ef íslensk stjórnvöld og Íslendingar ákveða svo,“ sagði Charles Hendry. Tengdar fréttir Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10 Sæstrengur til skoðunar af fullri alvöru hjá báðum ríkjum Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. 31. maí 2012 20:30 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11 Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi. 4. júlí 2014 20:15 Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Viðamesta rannsókn til þessa vegna raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands hófst í dag þegar rannsóknarskip lagði úr höfn í Færeyjum til að mynda hafsbotninn. Félag í eigu breskra fjárfesta kostar leiðangurinn. Rannsóknarskipið Stril Explorer, frá sænska fyrirtækinu MMT, er búið fjarstýrðum kafbáti sem notaður verður til að ná sónarmyndum af hafsbotninum milli Íslands og Færeyja. Annað skip myndar síðan botninn milli Færeyja og Bretlands og starfa um fimmtíu manns að rannsókninni. Kostnaður er ekki gefinn upp en áætla má að hann hlaupi á nokkur hundruð milljónum króna enda eiga skipin að verja alls tveimur mánuðum í verkefnið. Félag breskra fjárfesta sem vilja fjármagna strenginn, Atlantic Superconnection, stendur að rannsókninni en helsti talsmaður þess er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Sem ráðherra undirritaði hann einmitt viljayfirlýsingu fyrir þremur árum um athugun á sæstreng til raforkuflutninga milli landanna. Hafsbotnsrannsóknin er gerð með leyfi Orkustofnunar og er ein helsta forsenda þess að meta hvort lagning sæstrengs sé tæknilega og fjárhagslega fýsileg. Þetta er jafnframt langviðamesta verkefnið sem lagt hefur verið í til þessa vegna sæstrengsins.Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands, er helsti talsmaður Atlantic Superconnection.Mynd/Stöð 2.Charles Hendry sagði í dag að ákvörðun um hvort halda eigi áfram að skoða fýsileika þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands liggi hjá íslensku þjóðinni og stjórnvöldum. „ASC hefur eytt umtalsverðum tíma í að meta hagfræðilegar og tæknilegar forsendur verkefnisins og telur að sæstrengur yrði bæði íslensku efnahagslífi og Bretlandi til hagsbóta. Bresk stjórnvöld vinna nú þegar að því að skipulegga framtíðaráform í orkumálum landsins og því er mikilvægt að Íslendingar dragi ekki of lengi að skýra afstöðu sína til málsins. Því tökum við þetta skref nú svo að unnt verði að halda áfram án tafar ef íslensk stjórnvöld og Íslendingar ákveða svo,“ sagði Charles Hendry.
Tengdar fréttir Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10 Sæstrengur til skoðunar af fullri alvöru hjá báðum ríkjum Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. 31. maí 2012 20:30 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11 Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi. 4. júlí 2014 20:15 Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10
Sæstrengur til skoðunar af fullri alvöru hjá báðum ríkjum Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. 31. maí 2012 20:30
Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00
Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11
Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi. 4. júlí 2014 20:15
Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00