Innlent

Tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot: Átti rúmlega þúsund klámfengnar myndir af börnum

Bjarki Ármannsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í árs skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í árs skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Vísir/Hari/Getty
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í árs skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot, annars vegar fyrir að hafa ítrekað káfað á kynfærum ungrar stúlku og hins vegar fyrir vörslu myndefnis sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Fyrri brotin áttu sér stað  á heimili mannsins á árunum 2012 og 2013 þegar stúlkan var sex og sjö ára gömul. Maðurinn á að hafa káfað utanklæða á lærum, rassi og bringu stúlkunnar og innanklæða á kynfærum hennar.

Þá fundust í tölvu mannsins þann 7. júlí í fyrra 1293 ljósmyndir og 85 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan og klámfengan hátt. Tölvubúnaðurinn með þessu myndefni var haldlagður af lögreglu.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi játað brot sín. Hann hafi leitað sér aðstoðar vegna áfengisvanda og gangist nú undir sálfræðimeðferð til að draga úr líkum á nýjum brotum af þessum toga.

Dómur var kveðinn upp í máli mannsins þann 19. maí síðastliðinn. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×