Innlent

Happdrætti í uppnámi vegna verkfalls BHM

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Úrdráttur í vorhappdrætti Félags heyrnarlausra, sem átti að fara fram á morgun, frestast um óákveðinn tíma vegna verkfalls BHM. Happdrættisúrdráttur er í höndum lögfræðings sýslumanns en þar sem þeir eru ekki tiltækir mun úrdrátturinn bíða þar til verkfallið leysist. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Félags heyrnarlausra.

Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í tæpar tíu vikur og gætir áhrifa þess víða. Fleiri hafa þurft að fresta happdrætti, meðal annars KR og Þróttur.

Happdrætti eru leyfisskyld, en samkvæmt lögum er óheimilt að halda happdrætti, hverrar tegundar sem er, nema með leyfi sýslumanns. Reki einhver happdrættisstarfsemi hér á landi, eða af ásetningi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögum gæti sá hinn sami átt yfir höfði sér sekt eða fangelsi allt að sex mánuðum.

Félag heyrnarlausra vill upplýsa að úrdráttur í vorhappdrætti Félags heyrnarlausra sem vera átti 11. júní frestast um óá...

Posted by Félag Heyrnarlausra on 9. júní 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×