Innlent

Sindri Bergmann nýr snillingur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sindri Bergmann Þórarinsson.
Sindri Bergmann Þórarinsson.
Sindri Bergmann Þórarinsson hefur verið ráðinn KrakkaRÚV-stjóri. Auglýst var eftir „snillingi“ á dögunum til að stýra þessum nýja vef ásamt nýrri stafrænni barnaútvarpsrás og svöruðu 89 kallinu.

Í tilkynningu frá RÚV segir að Sindri komi inn í öflugt teymi sem umboðsmaður barna í Efstaleiti þar sem hann muni stýra nýrri þjónustu við börn og ungmenni. Hann hafi ómælda ástríðu fyrir vönduðu barnaefni og umtalsverða reynslu af dagskrárgerð.

Sindri á tvö börn, hefur rekið kvikmyndafyrirtæki, unnið sem tæknimaður, hugmyndasmiður og framkvæmdastjóri og er fyrrum deildarstjóri í Kvikmyndaskóla Íslands. Hann á að baki nám í frumkvöðlafræðum og hljóðtækni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×