Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2015 12:00 Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira