Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2015 12:00 Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira