Innlent

Nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi áfangasigur fyrir ASÍ

Linda Blöndal skrifar
Kerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum.
Kerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum. Vísir/Vilhelm
Alþýðusamband Íslands fagnar áformum félagsmálaráðherra um að koma upp að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi. Áformin voru kynnt í vikunni í tengslum við nýundirritaða kjarasamninga.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að framkvæmdin sé mikill áfangasigur fyrir aðildarsamtök sambandsins sem barist hafa fyrir því að koma slíku kerfi á allt frá því að verkamannabústaðakerfið var lagt af fyrir 15 árum síðan.

Kerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum. Þá verði leiga ekki hærri en sem nemur 20-25 prósent af tekjum viðkomandi fjölskyldna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×