Pólitísk samstaða um kísilverið í Helguvík Linda Blöndal skrifar 31. maí 2015 19:30 Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirskriftarsöfnun í bænum vegna Thorsils kísilmálmversins sem rísa á í Helguvík en óánægðir íbúar hafa krafist kosninga um málið. Undirbúningur kísilversins er þó kominn vel á veg og enginn fulltrúa flokkanna í stjórn hefur andmælt því.Meirihluta andstaða myndi litlu breytaBæjarráðið hafnaði þó um leið íbúakosningu sem yrði bindandi. Á annað hundrað manns efndu til mótmæla í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og kröfðust undirskriftasöfnunar og bindandi íbúakosningar. Forsvarsmenn hópsins benda á að kísilverið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Fulltrúi meirihlutans í bæjarráði segir þverpólitíska stöðu í bæjarstjórn. Fjórðungur kosningabærra íbúa, um 2.550 til 3.000 manns, þurfa að skrifa undir svo halda megi kosningu. Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Umhverfismatið samþykkt„Ég hef ekki trú á því að það breyti neinu, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það heldur. Þetta er komið það langt á veg. Við erum búin að samþykkja að kísilverið fái þessa lóð og það er búið að samþykkja umhverfismatið. Þannig að það er bara starfsleyfið eftir sem verður formlega tekið með í kjölfarið þess að við afhendum lóðina,“ segir Gunnar. Höfum ekki vilja til annars„Það er náttúrlega allt hægt,“ segir hann aðspurður hvort ferlið sé komið of langt til þess að einhverju verði breytt í því. „En við höfum held ég engan vilja til þess. Allir flokkar fóru fram í kosningunum með það að leiðarljósi að efla hér atvinnu og við erum bara á þeirri vegferð. Það er það sem við viljum.“Verður samþykktBæjarstjórnin kemur saman á þriðjudag og víst að þar verður uppbygging kísilversis endanlega samþykkt. Talsmenn mótmælenda vildu ekki tjá sig um málið í dag en meta nú hvort þeir haldi kröfum sínum til streitu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins hefur bókað sérstaklega að hann vilji að íbúarnir fái að kjósa um framkvæmdina án þess að það bindi hendur stjórn bæjarins. Ekki er ljóst hvort af undirskriftasöfnun verður eða íbúakosningu eins og málin standa nú. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirskriftarsöfnun í bænum vegna Thorsils kísilmálmversins sem rísa á í Helguvík en óánægðir íbúar hafa krafist kosninga um málið. Undirbúningur kísilversins er þó kominn vel á veg og enginn fulltrúa flokkanna í stjórn hefur andmælt því.Meirihluta andstaða myndi litlu breytaBæjarráðið hafnaði þó um leið íbúakosningu sem yrði bindandi. Á annað hundrað manns efndu til mótmæla í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og kröfðust undirskriftasöfnunar og bindandi íbúakosningar. Forsvarsmenn hópsins benda á að kísilverið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Fulltrúi meirihlutans í bæjarráði segir þverpólitíska stöðu í bæjarstjórn. Fjórðungur kosningabærra íbúa, um 2.550 til 3.000 manns, þurfa að skrifa undir svo halda megi kosningu. Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Umhverfismatið samþykkt„Ég hef ekki trú á því að það breyti neinu, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það heldur. Þetta er komið það langt á veg. Við erum búin að samþykkja að kísilverið fái þessa lóð og það er búið að samþykkja umhverfismatið. Þannig að það er bara starfsleyfið eftir sem verður formlega tekið með í kjölfarið þess að við afhendum lóðina,“ segir Gunnar. Höfum ekki vilja til annars„Það er náttúrlega allt hægt,“ segir hann aðspurður hvort ferlið sé komið of langt til þess að einhverju verði breytt í því. „En við höfum held ég engan vilja til þess. Allir flokkar fóru fram í kosningunum með það að leiðarljósi að efla hér atvinnu og við erum bara á þeirri vegferð. Það er það sem við viljum.“Verður samþykktBæjarstjórnin kemur saman á þriðjudag og víst að þar verður uppbygging kísilversis endanlega samþykkt. Talsmenn mótmælenda vildu ekki tjá sig um málið í dag en meta nú hvort þeir haldi kröfum sínum til streitu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins hefur bókað sérstaklega að hann vilji að íbúarnir fái að kjósa um framkvæmdina án þess að það bindi hendur stjórn bæjarins. Ekki er ljóst hvort af undirskriftasöfnun verður eða íbúakosningu eins og málin standa nú.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira