Pólitísk samstaða um kísilverið í Helguvík Linda Blöndal skrifar 31. maí 2015 19:30 Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirskriftarsöfnun í bænum vegna Thorsils kísilmálmversins sem rísa á í Helguvík en óánægðir íbúar hafa krafist kosninga um málið. Undirbúningur kísilversins er þó kominn vel á veg og enginn fulltrúa flokkanna í stjórn hefur andmælt því.Meirihluta andstaða myndi litlu breytaBæjarráðið hafnaði þó um leið íbúakosningu sem yrði bindandi. Á annað hundrað manns efndu til mótmæla í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og kröfðust undirskriftasöfnunar og bindandi íbúakosningar. Forsvarsmenn hópsins benda á að kísilverið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Fulltrúi meirihlutans í bæjarráði segir þverpólitíska stöðu í bæjarstjórn. Fjórðungur kosningabærra íbúa, um 2.550 til 3.000 manns, þurfa að skrifa undir svo halda megi kosningu. Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Umhverfismatið samþykkt„Ég hef ekki trú á því að það breyti neinu, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það heldur. Þetta er komið það langt á veg. Við erum búin að samþykkja að kísilverið fái þessa lóð og það er búið að samþykkja umhverfismatið. Þannig að það er bara starfsleyfið eftir sem verður formlega tekið með í kjölfarið þess að við afhendum lóðina,“ segir Gunnar. Höfum ekki vilja til annars„Það er náttúrlega allt hægt,“ segir hann aðspurður hvort ferlið sé komið of langt til þess að einhverju verði breytt í því. „En við höfum held ég engan vilja til þess. Allir flokkar fóru fram í kosningunum með það að leiðarljósi að efla hér atvinnu og við erum bara á þeirri vegferð. Það er það sem við viljum.“Verður samþykktBæjarstjórnin kemur saman á þriðjudag og víst að þar verður uppbygging kísilversis endanlega samþykkt. Talsmenn mótmælenda vildu ekki tjá sig um málið í dag en meta nú hvort þeir haldi kröfum sínum til streitu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins hefur bókað sérstaklega að hann vilji að íbúarnir fái að kjósa um framkvæmdina án þess að það bindi hendur stjórn bæjarins. Ekki er ljóst hvort af undirskriftasöfnun verður eða íbúakosningu eins og málin standa nú. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirskriftarsöfnun í bænum vegna Thorsils kísilmálmversins sem rísa á í Helguvík en óánægðir íbúar hafa krafist kosninga um málið. Undirbúningur kísilversins er þó kominn vel á veg og enginn fulltrúa flokkanna í stjórn hefur andmælt því.Meirihluta andstaða myndi litlu breytaBæjarráðið hafnaði þó um leið íbúakosningu sem yrði bindandi. Á annað hundrað manns efndu til mótmæla í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og kröfðust undirskriftasöfnunar og bindandi íbúakosningar. Forsvarsmenn hópsins benda á að kísilverið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Fulltrúi meirihlutans í bæjarráði segir þverpólitíska stöðu í bæjarstjórn. Fjórðungur kosningabærra íbúa, um 2.550 til 3.000 manns, þurfa að skrifa undir svo halda megi kosningu. Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Umhverfismatið samþykkt„Ég hef ekki trú á því að það breyti neinu, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það heldur. Þetta er komið það langt á veg. Við erum búin að samþykkja að kísilverið fái þessa lóð og það er búið að samþykkja umhverfismatið. Þannig að það er bara starfsleyfið eftir sem verður formlega tekið með í kjölfarið þess að við afhendum lóðina,“ segir Gunnar. Höfum ekki vilja til annars„Það er náttúrlega allt hægt,“ segir hann aðspurður hvort ferlið sé komið of langt til þess að einhverju verði breytt í því. „En við höfum held ég engan vilja til þess. Allir flokkar fóru fram í kosningunum með það að leiðarljósi að efla hér atvinnu og við erum bara á þeirri vegferð. Það er það sem við viljum.“Verður samþykktBæjarstjórnin kemur saman á þriðjudag og víst að þar verður uppbygging kísilversis endanlega samþykkt. Talsmenn mótmælenda vildu ekki tjá sig um málið í dag en meta nú hvort þeir haldi kröfum sínum til streitu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins hefur bókað sérstaklega að hann vilji að íbúarnir fái að kjósa um framkvæmdina án þess að það bindi hendur stjórn bæjarins. Ekki er ljóst hvort af undirskriftasöfnun verður eða íbúakosningu eins og málin standa nú.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira