Skotum rignir yfir Íslendinga í Keníu Stefán Árni Pálsson skrifar 21. maí 2015 14:00 Ástandið er svakalegt á mörgum stöðum í Keníu. mynd/lýður „Maður náði loksins góðum myndum af þessu,“ segir Lýður Skúlason, Íslendingur, sem starfar í Keníu ásamt níu öðrum Íslendingum. Þegar hópurinn var á leiðinni til vinnu í vikunni keyrðu þeir fram á mótmæli sem höfðu brotist út. Lýður og hans hópur er staðsettur rétt norðan við Næróbí. „Eitt af fyrirtækjunum hér á svæðinu er að borga starfsfólki sínu mjög lá laun sem varð til þess að starfsmennirnir fóru og mótmæltu. Svona gerist oft í kringum okkur. Mótmælendurnir mæta sjálfir með boga, örvar, spjót og steina. Síðan kemur lögreglan og reynir að ná töku á aðstæðunum með því að skjóta úr byssum.“ Lýður segir að lögreglan skjóti oftast aðeins upp í loftið. „Stundum er samt fólk hreinlega skotið hér. Ég sá einu sinni mann skotinn út á götu, en það gerðist annarstaðar hérna í landinu. Það var þjófur og þótti ekkert tiltöku mál. Sá sem var með mér í bíl keyrði alveg upp að líkinu og spurði hvað hefði gerst. Þá fékk hann þau svör frá lögreglumanni að þetta hafi bara verið þjófur. Bílstjórinn skrúfaði þá bara upp rúðuna, hélt áfram för sinni og keyrði upp úr blóðpollinum eins og ekkert hefði í skorist.“Dekk sett yfir fólk og það brennt Hann segir að almenningur sé vanur því að sjá fólk skotið út á götu. „Eða það eru sett dekk yfir þau og það brennt,“ segir Lýður sem vill samt benda á það að það sé alls ekkert óöruggt fyrir Íslendingana að vera á svæðinu. „Ég er eiginlega óöruggari í London en hér. Það er alls ekkert allt slæmt hér í Kenía, þetta er magnað land.“ Lýður náði myndbandi af mótmælunum um daginn en það má sjá hér að neðan. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
„Maður náði loksins góðum myndum af þessu,“ segir Lýður Skúlason, Íslendingur, sem starfar í Keníu ásamt níu öðrum Íslendingum. Þegar hópurinn var á leiðinni til vinnu í vikunni keyrðu þeir fram á mótmæli sem höfðu brotist út. Lýður og hans hópur er staðsettur rétt norðan við Næróbí. „Eitt af fyrirtækjunum hér á svæðinu er að borga starfsfólki sínu mjög lá laun sem varð til þess að starfsmennirnir fóru og mótmæltu. Svona gerist oft í kringum okkur. Mótmælendurnir mæta sjálfir með boga, örvar, spjót og steina. Síðan kemur lögreglan og reynir að ná töku á aðstæðunum með því að skjóta úr byssum.“ Lýður segir að lögreglan skjóti oftast aðeins upp í loftið. „Stundum er samt fólk hreinlega skotið hér. Ég sá einu sinni mann skotinn út á götu, en það gerðist annarstaðar hérna í landinu. Það var þjófur og þótti ekkert tiltöku mál. Sá sem var með mér í bíl keyrði alveg upp að líkinu og spurði hvað hefði gerst. Þá fékk hann þau svör frá lögreglumanni að þetta hafi bara verið þjófur. Bílstjórinn skrúfaði þá bara upp rúðuna, hélt áfram för sinni og keyrði upp úr blóðpollinum eins og ekkert hefði í skorist.“Dekk sett yfir fólk og það brennt Hann segir að almenningur sé vanur því að sjá fólk skotið út á götu. „Eða það eru sett dekk yfir þau og það brennt,“ segir Lýður sem vill samt benda á það að það sé alls ekkert óöruggt fyrir Íslendingana að vera á svæðinu. „Ég er eiginlega óöruggari í London en hér. Það er alls ekkert allt slæmt hér í Kenía, þetta er magnað land.“ Lýður náði myndbandi af mótmælunum um daginn en það má sjá hér að neðan.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira