Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 14:42 Össur Skarphéðinsson, Jón Gunnarsson og Páll Jóhann Pálsson. vísir Hart er nú deilt á Alþingi vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, forseta þingsins, um að fella starfsáætlun þess úr gildi.Beina útsendingu frá Alþingi þar sem sýður á þingmönnum má sjá hér að neðan Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru vægast sagt ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar og vandaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta ekki kveðjurnar: „Ég hef aldrei heyrt forseta þingsins ávarpa þingið með þeim hætti sem hann gerði núna. Hann veit ekki hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þingi á að ljúka og hann veit ekki hvenær þessum fundi hér á að ljúka. [...] Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum en hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talíbanar sem halda þinginu í gíslingu hér? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa okkur um hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt? Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi?“ Stjórnarandstaðan vill umræðu um rammaáætlun af dagskrá þingsins og hefur ítrekað lagt fram tillögu þess efnis seinustu daga. Tillagan hefur jafnan verið felld af stjórnarmeirihlutanum og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmennt í ræðustól og rætt fundarstjórn forseta.Segja fundinn til málamynda Má leiða að því líkum að talíbanarnir tveir sem Össur nefnir í ræðu sinni séu Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Búið er að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið, laugardag, vegna rammaáætlunarinnar en engu að síður á að halda umræðu um áætlunina áfram í dag. Því mótmælir stjórnarandstaðan og segir að fundurinn í nefndinni sé bara til málamynda. Nú rétt í þessu kvaddi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um boðaðan fund í atvinnuveganefnd en heyrðist þá í formanni nefndarinnar að búið væri að fresta fundinum. Sagði Oddný af þessu tilefni að Jón væri greinilega orðinn hæstráðandi í þinginu og undir þau orð tók samflokkskona hennar, Valgerður Bjarnadóttir, og spurði: „Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ Alþingi Tengdar fréttir Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Hart er nú deilt á Alþingi vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, forseta þingsins, um að fella starfsáætlun þess úr gildi.Beina útsendingu frá Alþingi þar sem sýður á þingmönnum má sjá hér að neðan Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru vægast sagt ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar og vandaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta ekki kveðjurnar: „Ég hef aldrei heyrt forseta þingsins ávarpa þingið með þeim hætti sem hann gerði núna. Hann veit ekki hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þingi á að ljúka og hann veit ekki hvenær þessum fundi hér á að ljúka. [...] Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum en hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talíbanar sem halda þinginu í gíslingu hér? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa okkur um hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt? Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi?“ Stjórnarandstaðan vill umræðu um rammaáætlun af dagskrá þingsins og hefur ítrekað lagt fram tillögu þess efnis seinustu daga. Tillagan hefur jafnan verið felld af stjórnarmeirihlutanum og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmennt í ræðustól og rætt fundarstjórn forseta.Segja fundinn til málamynda Má leiða að því líkum að talíbanarnir tveir sem Össur nefnir í ræðu sinni séu Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Búið er að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið, laugardag, vegna rammaáætlunarinnar en engu að síður á að halda umræðu um áætlunina áfram í dag. Því mótmælir stjórnarandstaðan og segir að fundurinn í nefndinni sé bara til málamynda. Nú rétt í þessu kvaddi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um boðaðan fund í atvinnuveganefnd en heyrðist þá í formanni nefndarinnar að búið væri að fresta fundinum. Sagði Oddný af þessu tilefni að Jón væri greinilega orðinn hæstráðandi í þinginu og undir þau orð tók samflokkskona hennar, Valgerður Bjarnadóttir, og spurði: „Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“
Alþingi Tengdar fréttir Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14
Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44