Milliskattþrepið afnumið í áföngum og skattar lækkaðir Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2015 13:24 Fjármálaráðherra segir að tekist hafi að ná mildri lendingu í kjaramálum miðað við það sem stefndi í. Forsætisráðherra segir samningana setja nokkur þrýsting á verðbólgu. vísir/gva Milliskattþrepið í staðgreiðslukerfinu verður lagt niður og skattprósentan í neðra þrepinu lækkuð til að bæta kjör millitekjufólks samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga. Þá mun ríkið koma að byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu fjórum árum og húsaleigubætur verða hækkaðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ellefu liðum í tengslum við kjarasamninga á fréttamannafundi í morgun. Forsætisráðherra sagði almenna kjarasamninga miða að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu en aðgerðir ríkisstjórnarinnar miði að því að bæta kjör militekjufólks. Skattkerfisbreytingarnar og breytingar í húsnæðiskerfinu muni líka koma þeim lægst launuðu til góða. Ríkisstjórnin telur að ráðstöfunartekjur 65 prósent fullvinnandi manna muni aukast um 50 þúsund krónur eða meira og ráðstöfunartekjur meðaltekjufólks um 100 þúsund krónur á ári þegar skattkerfisbreytingarnar verða að fullu komnar til framkvæmda árið 2017 og kosta ríkissjóð um 16 milljarða að meðtöldum lækkunum sem voru í fjárlögum þessa árs. Töluverðar breytingar verða gerðar á húsnæðiskerfinu að sögn félagsmálaráðherra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengist uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í í 50 ár. Þá var farið í mikið átak. Við erum að gera enn betur núna,“ sagði Eygló. En þarna vísar félagsmálaráðherra til uppbyggingar í Breiðholti sem samið var um í kjarasamningum fyrir fimmtíu árum þegar þúsund íbúðir voru byggðar þar. Nú eigi að byggja 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum og auka svigrúm fólk með lægstu launin til að verða sér út um félagslegt húsnæði. Þá verða húsaleigubætur hækkaðar, byggingarreglugerðum breytt til að lækka byggingarkostnað og skattlagning á einstaklinga sem leigja út húsnæði lækkuð. Húsnæðisfrumvörpin verða lögð fram á næstu dögum en önnur frumvörp verða lögð fram á haustþingi. Milliþrepið í staðgreiðslunni verður afnumið í áföngum á árunum 2016 og 2017 og viðmiðunarmörk beggja skattþrepa sem eftir standa lækkuð. Samningarnir skapa nokkurn verðbólguþrýsting Forsætisráðherra segir þá kjarasamninga sem undirritaðir verða í dag skapa nokkurn þrýsting á verðlag og vexti. „Við skulum segja að það sé verið að tefla á tæpasta vað varðandi verðbólguþrýsting með þessu. En ef okkur unast að auka verðmætasköpun í landinu sem allar forsendur eru að skapast fyrir á þetta ekki að þurfa að raska efnahagslegum stöðugleika verulega og þessar launahækaknir eiga að getað skilað sér að langmestu leyti í auknum kaupmætti,“ segir Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra segir þá yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gefur nú út einnig koma opinberum starfsmönnum sem enn eiga eftir ósamið til góða. „Það er mikill skaði að við skulum ekki hafa náð utanum allar vinnudeilur fram til þessa. Það stefnir í samninga á almenna markaðnum. Því miður erum við ekki búin að ná saman samningum á opinbera markaðnum. En það breytir því ekki að þessi yfirlýsing er núna gefin út og hún mun standa. Það er enginn vafi á því að hún mun koma þeim sem þar eru að semja til góða með sama hætti og gildir á almenna markaðnum,“ segir Bjarni. Þá telur fjármálaráðherra að samningarnir sem undirritaðir verða í dag muni leggja línurnar fyrir þá samninga sem eftir eigi að gera. „Það er alveg ljóst að það gilda ekkert önnur lögmál fyrir opinbera starfsmenn þegar kemur að því að meta svigrúmið sem er í hagkerfinu. Ég tek undir með forsætisráðherra þegar hann segir að ljóst sé að verið sé að gera samninga sem munu setja aukinnverðbólguþrýsting á kerfið. En þó verð ég að segja að þetta er í raun og veru mild lending miðað við það sem manni sýndist stefna í lengi framan af. Ég bendi á að til þess að taka tillit til þess að hér er verið að semja um tiltölulega framhlaðna samninga á almenna markaðnum að þá dreifum við okkar aðgerðum á tveggja ára tímabil. Við látum þetta ekki allt koma til framkvæmda á sama tíma og mestu hækkanirnar eru að eiga sér stað,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Milliskattþrepið í staðgreiðslukerfinu verður lagt niður og skattprósentan í neðra þrepinu lækkuð til að bæta kjör millitekjufólks samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga. Þá mun ríkið koma að byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu fjórum árum og húsaleigubætur verða hækkaðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ellefu liðum í tengslum við kjarasamninga á fréttamannafundi í morgun. Forsætisráðherra sagði almenna kjarasamninga miða að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu en aðgerðir ríkisstjórnarinnar miði að því að bæta kjör militekjufólks. Skattkerfisbreytingarnar og breytingar í húsnæðiskerfinu muni líka koma þeim lægst launuðu til góða. Ríkisstjórnin telur að ráðstöfunartekjur 65 prósent fullvinnandi manna muni aukast um 50 þúsund krónur eða meira og ráðstöfunartekjur meðaltekjufólks um 100 þúsund krónur á ári þegar skattkerfisbreytingarnar verða að fullu komnar til framkvæmda árið 2017 og kosta ríkissjóð um 16 milljarða að meðtöldum lækkunum sem voru í fjárlögum þessa árs. Töluverðar breytingar verða gerðar á húsnæðiskerfinu að sögn félagsmálaráðherra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengist uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í í 50 ár. Þá var farið í mikið átak. Við erum að gera enn betur núna,“ sagði Eygló. En þarna vísar félagsmálaráðherra til uppbyggingar í Breiðholti sem samið var um í kjarasamningum fyrir fimmtíu árum þegar þúsund íbúðir voru byggðar þar. Nú eigi að byggja 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum og auka svigrúm fólk með lægstu launin til að verða sér út um félagslegt húsnæði. Þá verða húsaleigubætur hækkaðar, byggingarreglugerðum breytt til að lækka byggingarkostnað og skattlagning á einstaklinga sem leigja út húsnæði lækkuð. Húsnæðisfrumvörpin verða lögð fram á næstu dögum en önnur frumvörp verða lögð fram á haustþingi. Milliþrepið í staðgreiðslunni verður afnumið í áföngum á árunum 2016 og 2017 og viðmiðunarmörk beggja skattþrepa sem eftir standa lækkuð. Samningarnir skapa nokkurn verðbólguþrýsting Forsætisráðherra segir þá kjarasamninga sem undirritaðir verða í dag skapa nokkurn þrýsting á verðlag og vexti. „Við skulum segja að það sé verið að tefla á tæpasta vað varðandi verðbólguþrýsting með þessu. En ef okkur unast að auka verðmætasköpun í landinu sem allar forsendur eru að skapast fyrir á þetta ekki að þurfa að raska efnahagslegum stöðugleika verulega og þessar launahækaknir eiga að getað skilað sér að langmestu leyti í auknum kaupmætti,“ segir Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra segir þá yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gefur nú út einnig koma opinberum starfsmönnum sem enn eiga eftir ósamið til góða. „Það er mikill skaði að við skulum ekki hafa náð utanum allar vinnudeilur fram til þessa. Það stefnir í samninga á almenna markaðnum. Því miður erum við ekki búin að ná saman samningum á opinbera markaðnum. En það breytir því ekki að þessi yfirlýsing er núna gefin út og hún mun standa. Það er enginn vafi á því að hún mun koma þeim sem þar eru að semja til góða með sama hætti og gildir á almenna markaðnum,“ segir Bjarni. Þá telur fjármálaráðherra að samningarnir sem undirritaðir verða í dag muni leggja línurnar fyrir þá samninga sem eftir eigi að gera. „Það er alveg ljóst að það gilda ekkert önnur lögmál fyrir opinbera starfsmenn þegar kemur að því að meta svigrúmið sem er í hagkerfinu. Ég tek undir með forsætisráðherra þegar hann segir að ljóst sé að verið sé að gera samninga sem munu setja aukinnverðbólguþrýsting á kerfið. En þó verð ég að segja að þetta er í raun og veru mild lending miðað við það sem manni sýndist stefna í lengi framan af. Ég bendi á að til þess að taka tillit til þess að hér er verið að semja um tiltölulega framhlaðna samninga á almenna markaðnum að þá dreifum við okkar aðgerðum á tveggja ára tímabil. Við látum þetta ekki allt koma til framkvæmda á sama tíma og mestu hækkanirnar eru að eiga sér stað,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira