Patrekur: Draumur að enda á þennan hátt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 11. maí 2015 22:23 Patrekur Jóhannesson varð loksins Íslandsmeistari í kvöld eftir langa bið. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukanna, var eins og gefur að skilja afskaplega stoltur og ánægður með sína menn - Íslandsmeistarana.Sjá einnig: Fullkomin úrslitakeppni Hauka. „Ég átti nú ekki von á að því að vinna alla leikina í úrslitakeppninni, þó svo að maður fari í hvern leik til að vinna andstæðinginn,“ sagði Patrekur. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu.“ Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru núna. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segir að það komi margt til sem stuðli að velgengni liðsins í úrslitakeppninni. Hann segir mikilvægt að menn hafi aldrei farið á taugum. „Það voru meiðsli og annað sem hefðu getað slegið okkur út af laginu. En svo skipti bara heilmiklu máli að klæðast þessari rauðu Haukatreyju. Við þurftum bara ákveðinn tíma til að stilla strengina eftir erfitt haust og við urðum mjög þéttir eftir áramót.“ „Við erum svo með frábæran formann, Þorgeir Haraldsson, sem á stóran þátt í því hvernig þessi handboltaklúbbur er hjá Haukum.“ Patrekur var nánast búinn að nota öll lýsingarorð sem hægt er um markvörðinn Giedrius Morkunas, sem hefur verið stórbrotinn í úrslitakeppninni og afgreitt marga leiki nánast upp á sitt einsdæmi. „Ég endurtek mig bara - þeir sem sinna þessu geta orðið sigurvegarar. Nú erum við sigurvegarar í dag og Giedrius á þátt í því. Hann er frábær einstaklingur og frábær markvörður.“ „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukanna, var eins og gefur að skilja afskaplega stoltur og ánægður með sína menn - Íslandsmeistarana.Sjá einnig: Fullkomin úrslitakeppni Hauka. „Ég átti nú ekki von á að því að vinna alla leikina í úrslitakeppninni, þó svo að maður fari í hvern leik til að vinna andstæðinginn,“ sagði Patrekur. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu.“ Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru núna. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segir að það komi margt til sem stuðli að velgengni liðsins í úrslitakeppninni. Hann segir mikilvægt að menn hafi aldrei farið á taugum. „Það voru meiðsli og annað sem hefðu getað slegið okkur út af laginu. En svo skipti bara heilmiklu máli að klæðast þessari rauðu Haukatreyju. Við þurftum bara ákveðinn tíma til að stilla strengina eftir erfitt haust og við urðum mjög þéttir eftir áramót.“ „Við erum svo með frábæran formann, Þorgeir Haraldsson, sem á stóran þátt í því hvernig þessi handboltaklúbbur er hjá Haukum.“ Patrekur var nánast búinn að nota öll lýsingarorð sem hægt er um markvörðinn Giedrius Morkunas, sem hefur verið stórbrotinn í úrslitakeppninni og afgreitt marga leiki nánast upp á sitt einsdæmi. „Ég endurtek mig bara - þeir sem sinna þessu geta orðið sigurvegarar. Nú erum við sigurvegarar í dag og Giedrius á þátt í því. Hann er frábær einstaklingur og frábær markvörður.“ „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30
Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15