Búist við átökum um virkjanakosti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 15:37 Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00