Innlent

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir átak í eflingu hinsegin fræðslu

Atli Ísleifsson skrifar
Áður hafa bæjarstjórnir í Hafnarfirði og Árborg samþykkt að ráðast í sambærilegt átak.
Áður hafa bæjarstjórnir í Hafnarfirði og Árborg samþykkt að ráðast í sambærilegt átak. Vísir/Vilhelm
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt að ráðist verði í átak til að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins.

Áður hefur bæjarstjórn Hafnarfirðarsamþykkt að ráðast í sambærilegt átak. Þá hafa bæjarfulltrúar Samfylkingar og Bjartrar framtíðar í Árborg lagt fram tillögu um eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins.

Kristín Sævarsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær og eftir miklar umræður hafi niðurstaðan verið sú að allir bæjarfulltrúar samþykktu svo breytta tillögu:

„Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og ráðgjöf í grunnskólum Kópavogs. Menntasviði verði falið að vinna umsögn og koma með tillögur að útfærslu ásamt kostnaðaráætlun.“


Tengdar fréttir

Hinseginfræðsla í Hafnarfirði

Hafnarfjörður verður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×