Krefjast réttlætis fyrir konuna í Garðabæ: "Búið að taka af henni allt sem hún átti“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2015 15:45 Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vísir/Valli Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vonast fjölskyldan til aukinnar umræðu um málið sem verði til þess fallin að bærinn komi til móts við konuna á einhvern hátt. Kristjana María Ásbjörnsdóttir, barnabarn konunnar, segir óréttlætið hafa sigrað. Framkoma sveitarfélagsins við ömmu hennar sé með öllu óásættanleg.Ekkert móttilboð „Þó það væri ekki nema að Garðabær myndi kaupa húsið og lóðina af ömmu, þá strax yrði þetta betra. Bærinn hafði samband við okkur eftir Kastljóssviðtalið sem amma fór í eftir að dómurinn féll og bauðst til að gera tilboð í húsið. Þegar við komum með tölu þá neitaði bærinn og kom aldrei með móttilboð,“ segir Kristjana. Hún bætir við að upphæðin hafi verið í samræmi við fasteignaverð hússins.Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna.Vísir/ValliHúsið er staðsett á gatnamótum Goðatúns og Silfurtúns í Garðabæ. Bærinn réðist í endurbætur á síðarnefndri götu árið 2008 en konan taldi framkvæmdirnar hafa valdið sigi á húsinu. Hún fór því í skaðabótamál við bæinn og vann það í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013. Bænum var þá gert að greiða henni 35 milljónir króna en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þeim dómi var snúið við.Allir sjóðir tómir „Við viljum halda málinu gangandi, því af okkar hálfu er þetta ekkert búið. Okkur langar að gera meira en við erum bara venjuleg fjölskylda. Það er enginn ríkur og við tæmdum alla sjóði í þessi dómsmál sem kostuðu um níu milljónir. Húsið og garðurinn var það eina sem amma átti, hún er öreigi og lifir bara á því sem hún fær í ellilífeyri,“ segir Kristjana og bætir við að amma hennar búi nú í lítilli leiguíbúð í Garðabæ. Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna. „Þrátt fyrir að hún geti ekki búið í húsinu lengur þá fer hún reglulega í garðinn sinn og vinnur í honum. Hún er kona sem hefur unnið alla sína ævi en núna er búið að taka af henni allt sem hún átti. Hún eyðir samt löngum stundum í garðinum, er þar alltaf á hnjánum, og hugsar um blómin sín sem hún elskar svo mikið.“ Fjölskyldan opnaði Facebook-síðu henni til stuðnings fyrir viku síðan. Kristjana skrifaði pistil um ömmu sína á dögunum en hann má lesa hér fyrir neðan.-Barnabarn konunnar skrifar:Ég fór alltaf í þetta sama hús í heimsókn til ömmu og afa, alla mína æsku. Í húsinu var mi...Posted by Réttlæti fyrir gömlu konuna í Garðabæ on 30. apríl 2015 Tengdar fréttir Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vonast fjölskyldan til aukinnar umræðu um málið sem verði til þess fallin að bærinn komi til móts við konuna á einhvern hátt. Kristjana María Ásbjörnsdóttir, barnabarn konunnar, segir óréttlætið hafa sigrað. Framkoma sveitarfélagsins við ömmu hennar sé með öllu óásættanleg.Ekkert móttilboð „Þó það væri ekki nema að Garðabær myndi kaupa húsið og lóðina af ömmu, þá strax yrði þetta betra. Bærinn hafði samband við okkur eftir Kastljóssviðtalið sem amma fór í eftir að dómurinn féll og bauðst til að gera tilboð í húsið. Þegar við komum með tölu þá neitaði bærinn og kom aldrei með móttilboð,“ segir Kristjana. Hún bætir við að upphæðin hafi verið í samræmi við fasteignaverð hússins.Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna.Vísir/ValliHúsið er staðsett á gatnamótum Goðatúns og Silfurtúns í Garðabæ. Bærinn réðist í endurbætur á síðarnefndri götu árið 2008 en konan taldi framkvæmdirnar hafa valdið sigi á húsinu. Hún fór því í skaðabótamál við bæinn og vann það í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013. Bænum var þá gert að greiða henni 35 milljónir króna en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þeim dómi var snúið við.Allir sjóðir tómir „Við viljum halda málinu gangandi, því af okkar hálfu er þetta ekkert búið. Okkur langar að gera meira en við erum bara venjuleg fjölskylda. Það er enginn ríkur og við tæmdum alla sjóði í þessi dómsmál sem kostuðu um níu milljónir. Húsið og garðurinn var það eina sem amma átti, hún er öreigi og lifir bara á því sem hún fær í ellilífeyri,“ segir Kristjana og bætir við að amma hennar búi nú í lítilli leiguíbúð í Garðabæ. Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna. „Þrátt fyrir að hún geti ekki búið í húsinu lengur þá fer hún reglulega í garðinn sinn og vinnur í honum. Hún er kona sem hefur unnið alla sína ævi en núna er búið að taka af henni allt sem hún átti. Hún eyðir samt löngum stundum í garðinum, er þar alltaf á hnjánum, og hugsar um blómin sín sem hún elskar svo mikið.“ Fjölskyldan opnaði Facebook-síðu henni til stuðnings fyrir viku síðan. Kristjana skrifaði pistil um ömmu sína á dögunum en hann má lesa hér fyrir neðan.-Barnabarn konunnar skrifar:Ég fór alltaf í þetta sama hús í heimsókn til ömmu og afa, alla mína æsku. Í húsinu var mi...Posted by Réttlæti fyrir gömlu konuna í Garðabæ on 30. apríl 2015
Tengdar fréttir Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37