Íslenska óperan – verkefnaval og metnaður Lárus Sigurður Lárusson skrifar 6. maí 2015 14:05 Sá sem þetta ritar hefur haft brennandi áhuga á óperum í áratugi og bæði sótt sér menntunar í söng og ferðast víðsvegar um heiminn til þess að sækja óperusýningar. Greinarhöfundur hefur þó ætíð borið sterkar taugar til íslensku óperunnar af mörgum ástæðum þar á meðal sökum þess að hafa tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum þar á bæ. Sú staðreynd að hér var stofnuð ópera krafðist gríðarlegs metnaðar og atorku og er sannarlega einkaframtakinu gott vitni. Það var þjóðinni mikið happ að eiga það dugnaðarfólk sem lagði í þessa vegferð og gerði það með glæsibrag til fjölda ára. Sá sem þessum penna beitir hefur um nokkurt skeið verið þeirrar skoðunar að íslenska óperan væri stöðnuð og þá fyrst og fremst í verkefnavali. Sé litið yfir efnisval óperunnar frá upphafi er það að finna einsleitt og frábreytt verkefnaval að mestu leyti, einkum hin síðari ár. Hér er sagt að mestu leyti því saga íslensku óperunnar er ekki frábrugðin öðrum sögum með hæðum og lægðum. Bróðurpartur efnisvals óperunnar er svokölluð „kassastykki“, gamlar, vinsælar óperur í léttari kantinum sem hafa það vafasama orðspor að selja vel. Í broddi fylkingar hérlendis í þessum flokki verka tróna Töfraflautan, La bohème og Ástardrykkurinn. Þessi kassastykkja skilgreining er orðin að klisju og er úrelt hugarfar á þessum vettvangi ef hún hefur einhvern tíma verið réttlætanleg sem slík. Lítill hópur breskra tónlistarmanna sem kemur fram undir heitinu: London International Players hefur nýverið vakið máls á ofangreindu fyrirbrigði og beinlínis stundað tilraunir með verkefnaval. Niðurstöður þessa hóps eru athyglisverðar og skemmtilegar. Hópurinn hefur yfir að ráða fjölbreyttri efnisskrá og lætur sér ekki nægja að flytja verkin á tónleikum heldur eru þau kynnt í máli og greind og áheyrendur settir í stellingar til þess að upplifa tónlistina á nýjum forsendum. Það sem vekur mesta athygli er sú niðurstaða þessa metnaðarfulla tónlistarfólks að áheyrendur njóti þess mun meira að upplífa að þeir hafi skilið klassísk verk sem áður voru fjarlæg og torskilin. Áhrifin af kassastykkjunum í þessum samanburði voru hverfandi. Þannig hefur London International Players tekist að ná til fleiri áheyrenda með því að bæði treysta áheyrendum fyrir erfiðari verkum og gefa þeim tæki til þess að nálgast verkin. Þetta jók ekki aðeins ánægju áheyrenda af verkunum heldur leið þeim almennt betur með sjálfa sig eftir tónleikana. Það að hafa skilið þyngri verk jók þannig sjálfstraust áheyrenda og um leið jók til muna líkurnar á því að þeir sæktu fleiri tónleika. Nýjar leiðir til þess að ná til breiðari hóps áheyrenda er æ mikilvægara í samfélagi þar sem framboð og samkeppni í listum og afþreyingu er gríðarleg og sífellt vaxandi. Annað atriði sem leggst á vogarskálarnar kassastykkja hugarfarinu í óhag tengist fjárhag óperunnar. Þar sem kassastykkjunum er ætlað að selja miða og eru sett á fjalirnar til þess að reyna að rétta af krónískt bága fjárhagsstöðu óperunnar þá verður útkoman oftast sú að til þess að fá sem mestan hagnað út úr stykkinu þá er allt til sparað í uppfærslunni. Áhrifin eru þau oftar en ekki að ofan á fábreytni efnisvals er bætt metnaðarleysi. Þessi beiski kokteill hefur haft þau áhrif að sá sem þetta ritar hefur í mörg ár verið fráhverfur sýningum íslensku óperunnar og hefur honum þótt mjög miður. Lofa skal það sem vel er gert og þegar auglýst var að setja ætti upp Don Carlo eftir Verdi þá glæddist gamall neisti hjá greinarhöfundi. Don Carlo var metnaðarfull sýning sem vonandi markar upphaf spennandi tíma hjá óperunni okkar. Menningarsögulega á óperan sem listform sér stutta sögu, rétt rúm fjögurhundruð ára. Upphaf hennar var glæsilegt og skaut þessu listformi upp á stjörnuhimininn með ógnarhraða. Fjöldi óperuverkanna og fjölbreytileiki þeirra er gríðarlegur. Verkefnaval íslensku óperunnar endurspeglar ekki þennan fjölbreytilega. Heilu tónlistartímabilin hafa verið sniðgengin, t.d. hefur ekkert barokk verk ratað á fjalir óperunnar og þó var barokk tíminn blómlegasta skeið óperusögunnar. Þá hafa franskar óperur setið á hakanum og fjölmörg yngri meistaraverka. Þá er ónefndur Richard Wagner sem ætti að fá viðurnefnið Íslandsvinurinn samkvæmt vinsælum viðmiðum nútímans, enda hefði höfuðverk hans, Niflungahringurinn, vart orðið til nema fyrir tilstilli íslensks bókmenntaarfs. Það er nefnilega þannig að Íslendingar eiga mikið af hæfileikafólki á sviði tónlistar og leikhúss, íslenskt hæfileikafólk tekur þátt í flutningi allra framangreinda verka víðsvegar um heiminn, fámennið stendur þessari þjóð ekki fyrir þrifum á þessum vettvangi frekar en á öðrum sviðum lista og menningar. Vissulega eru sum verk stór og þung og erfið í uppsetningu en þau verk má geyma til spari. Íslenska óperan verður og þarf að virkja þennan hæfileikaauð betur með metnaðarfullu efnisvali. Hér langar höfund að minna á uppfærslu Íslensku óperunnar á verki Brittens: Lúkretía svívirt, sem var metnaðarfull sýning að öllu leyti og afar vel heppnuð án mikils tilkostnaðar að sögn. Þar voru, að einni söngkonu undanskilinni, Íslendingar í öllum hlutverkum. (Þessari einu utanbæjarmanneskju hefði auðveldlega verið hægt að skipta út fyrir heimamann.) Nærtækara dæmi er Don Carlo sem var alsettur íslensku hæfileikafólki. Í þessu sambandi veður líka að minnast á kórastarf hér á landi. Gróska á því sviðið, samfara aukinni tónlistamenntun, er slík að ekkert verk tónbókmenntanna er utan seilingar. Hér stendur þjóðin í mikilli þakkarskuld við íslenska tónlistarkennara. Nú er búið að skipta um mann í brúnni eins og stundum er sagt og nýr gæðum prýddur leiðtogi tekinn við stjórntaumunum í óperunni. Við hann segi ég eins og séra Jón Prímus forðum: „Ungi maður sem ert að leggja á djúpið, legg þú á djúpið.“ Íslenska óperan hefur alla burði til þess að vera metnaðarfull og spennandi, hún á að plægja akur hæfileikanna og nýta það afl sem býr í íslensku hæfileikafólki til þess að takast á við ögrandi verkefni og rísa upp undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar og í henni sjálfri blunda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Sá sem þetta ritar hefur haft brennandi áhuga á óperum í áratugi og bæði sótt sér menntunar í söng og ferðast víðsvegar um heiminn til þess að sækja óperusýningar. Greinarhöfundur hefur þó ætíð borið sterkar taugar til íslensku óperunnar af mörgum ástæðum þar á meðal sökum þess að hafa tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum þar á bæ. Sú staðreynd að hér var stofnuð ópera krafðist gríðarlegs metnaðar og atorku og er sannarlega einkaframtakinu gott vitni. Það var þjóðinni mikið happ að eiga það dugnaðarfólk sem lagði í þessa vegferð og gerði það með glæsibrag til fjölda ára. Sá sem þessum penna beitir hefur um nokkurt skeið verið þeirrar skoðunar að íslenska óperan væri stöðnuð og þá fyrst og fremst í verkefnavali. Sé litið yfir efnisval óperunnar frá upphafi er það að finna einsleitt og frábreytt verkefnaval að mestu leyti, einkum hin síðari ár. Hér er sagt að mestu leyti því saga íslensku óperunnar er ekki frábrugðin öðrum sögum með hæðum og lægðum. Bróðurpartur efnisvals óperunnar er svokölluð „kassastykki“, gamlar, vinsælar óperur í léttari kantinum sem hafa það vafasama orðspor að selja vel. Í broddi fylkingar hérlendis í þessum flokki verka tróna Töfraflautan, La bohème og Ástardrykkurinn. Þessi kassastykkja skilgreining er orðin að klisju og er úrelt hugarfar á þessum vettvangi ef hún hefur einhvern tíma verið réttlætanleg sem slík. Lítill hópur breskra tónlistarmanna sem kemur fram undir heitinu: London International Players hefur nýverið vakið máls á ofangreindu fyrirbrigði og beinlínis stundað tilraunir með verkefnaval. Niðurstöður þessa hóps eru athyglisverðar og skemmtilegar. Hópurinn hefur yfir að ráða fjölbreyttri efnisskrá og lætur sér ekki nægja að flytja verkin á tónleikum heldur eru þau kynnt í máli og greind og áheyrendur settir í stellingar til þess að upplifa tónlistina á nýjum forsendum. Það sem vekur mesta athygli er sú niðurstaða þessa metnaðarfulla tónlistarfólks að áheyrendur njóti þess mun meira að upplífa að þeir hafi skilið klassísk verk sem áður voru fjarlæg og torskilin. Áhrifin af kassastykkjunum í þessum samanburði voru hverfandi. Þannig hefur London International Players tekist að ná til fleiri áheyrenda með því að bæði treysta áheyrendum fyrir erfiðari verkum og gefa þeim tæki til þess að nálgast verkin. Þetta jók ekki aðeins ánægju áheyrenda af verkunum heldur leið þeim almennt betur með sjálfa sig eftir tónleikana. Það að hafa skilið þyngri verk jók þannig sjálfstraust áheyrenda og um leið jók til muna líkurnar á því að þeir sæktu fleiri tónleika. Nýjar leiðir til þess að ná til breiðari hóps áheyrenda er æ mikilvægara í samfélagi þar sem framboð og samkeppni í listum og afþreyingu er gríðarleg og sífellt vaxandi. Annað atriði sem leggst á vogarskálarnar kassastykkja hugarfarinu í óhag tengist fjárhag óperunnar. Þar sem kassastykkjunum er ætlað að selja miða og eru sett á fjalirnar til þess að reyna að rétta af krónískt bága fjárhagsstöðu óperunnar þá verður útkoman oftast sú að til þess að fá sem mestan hagnað út úr stykkinu þá er allt til sparað í uppfærslunni. Áhrifin eru þau oftar en ekki að ofan á fábreytni efnisvals er bætt metnaðarleysi. Þessi beiski kokteill hefur haft þau áhrif að sá sem þetta ritar hefur í mörg ár verið fráhverfur sýningum íslensku óperunnar og hefur honum þótt mjög miður. Lofa skal það sem vel er gert og þegar auglýst var að setja ætti upp Don Carlo eftir Verdi þá glæddist gamall neisti hjá greinarhöfundi. Don Carlo var metnaðarfull sýning sem vonandi markar upphaf spennandi tíma hjá óperunni okkar. Menningarsögulega á óperan sem listform sér stutta sögu, rétt rúm fjögurhundruð ára. Upphaf hennar var glæsilegt og skaut þessu listformi upp á stjörnuhimininn með ógnarhraða. Fjöldi óperuverkanna og fjölbreytileiki þeirra er gríðarlegur. Verkefnaval íslensku óperunnar endurspeglar ekki þennan fjölbreytilega. Heilu tónlistartímabilin hafa verið sniðgengin, t.d. hefur ekkert barokk verk ratað á fjalir óperunnar og þó var barokk tíminn blómlegasta skeið óperusögunnar. Þá hafa franskar óperur setið á hakanum og fjölmörg yngri meistaraverka. Þá er ónefndur Richard Wagner sem ætti að fá viðurnefnið Íslandsvinurinn samkvæmt vinsælum viðmiðum nútímans, enda hefði höfuðverk hans, Niflungahringurinn, vart orðið til nema fyrir tilstilli íslensks bókmenntaarfs. Það er nefnilega þannig að Íslendingar eiga mikið af hæfileikafólki á sviði tónlistar og leikhúss, íslenskt hæfileikafólk tekur þátt í flutningi allra framangreinda verka víðsvegar um heiminn, fámennið stendur þessari þjóð ekki fyrir þrifum á þessum vettvangi frekar en á öðrum sviðum lista og menningar. Vissulega eru sum verk stór og þung og erfið í uppsetningu en þau verk má geyma til spari. Íslenska óperan verður og þarf að virkja þennan hæfileikaauð betur með metnaðarfullu efnisvali. Hér langar höfund að minna á uppfærslu Íslensku óperunnar á verki Brittens: Lúkretía svívirt, sem var metnaðarfull sýning að öllu leyti og afar vel heppnuð án mikils tilkostnaðar að sögn. Þar voru, að einni söngkonu undanskilinni, Íslendingar í öllum hlutverkum. (Þessari einu utanbæjarmanneskju hefði auðveldlega verið hægt að skipta út fyrir heimamann.) Nærtækara dæmi er Don Carlo sem var alsettur íslensku hæfileikafólki. Í þessu sambandi veður líka að minnast á kórastarf hér á landi. Gróska á því sviðið, samfara aukinni tónlistamenntun, er slík að ekkert verk tónbókmenntanna er utan seilingar. Hér stendur þjóðin í mikilli þakkarskuld við íslenska tónlistarkennara. Nú er búið að skipta um mann í brúnni eins og stundum er sagt og nýr gæðum prýddur leiðtogi tekinn við stjórntaumunum í óperunni. Við hann segi ég eins og séra Jón Prímus forðum: „Ungi maður sem ert að leggja á djúpið, legg þú á djúpið.“ Íslenska óperan hefur alla burði til þess að vera metnaðarfull og spennandi, hún á að plægja akur hæfileikanna og nýta það afl sem býr í íslensku hæfileikafólki til þess að takast á við ögrandi verkefni og rísa upp undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar og í henni sjálfri blunda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun