Þjálfari Fram um hegðun foreldra: „Fásinna og hrein og bein lygi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. apríl 2015 11:30 Lárus Rúnar Grétarsson er þjálfari 3. flokks Fram í knattspyrnu. Vísir „Okkar hlið er nú heldur betur öðruvísi, þó sökin sé okkar megin varðandi þennan klefa,“ segir Lárus Rúnar Grétarsson, þjálfari 3. flokks Fram í knattspyrnu karla. Um helgina hefur verið fjallað um hegðun leikmanna og foreldra Fram-liðsins í íslenskum miðlum. Foreldrum Framarana hefur gefið að sök að hrópa ókvæðisorð að dómara leiksins og setningar á borð við „Ég drep þig dómari“ hafa verið í umræðunni. Þá voru leikmenn liðsins sakaðir um að skilja búningsklefann eftir í rusli. Þar á meðal var klósett klefans fyllt af rusli. Pressan greindi frá málinu í gær og vísaði þar í twitterfærslu Halldórs Árnason, yfirþjálfara yngri flokka hjá KR. Þar stóð orðrétt: „Ég drep þig dómari“ öskruðu foreldrar ítrekað af hliðarlínu í yngri flokka leik í dag. Gerðu svo aðsúg að dómara eftir leik.Hér má sjá umrætt tíst frá Halldóri.Lárus segir að leikmenn C-liðsins hafi skilið við búningsklefann í þessu ástandi en ekki leikmenn A-liðsins sem töpuðu 2-0 fyrir KR í Reykjavíkurmótinu. Það var aftur á móti í þeim leik sem allt varð vitlaust og hefur verið fjallað um.Einn drengjanna hefur beðist afsökunar „Þremur leikmönnum C-liðsins fannst þetta eitthvað fyndið og er sökin þeirra, algjörlega. A-liðinu var kennt um þetta atvik og það er einfaldlega rangt. Foreldri eins drengsins hafði samband við mig í gær lét mig vita af því að þeir myndu fara í KR-heimilið og biðjast afsökunar. Við eigum síðan eftir að ræða við hina strákana tvo sem eru nefndir í þessu.“ Lárus segir að málið verði afgreitt innan flokksins. „Við munum ræða við þessa drengi í dag á æfingu og þar verður málið tekið fyrir. Þeir fara að sjálfsögðu í agabann hjá okkur, bæðir frá æfingum og leikjum. Við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun um hversu lengi, sennilega út Reykjavíkurmótið. Hann segir að flokkurinn hafi aldrei lent í svipuðu atviki áður. Lárus tekur það fram að dómgæslan í þessum umrædda leik hafi verið hreint út sagt skelfileg. „Dómgæslan var bara sér á parti í þessum leik. Við fengum tvö fáránleg rauð spjöld í leiknum en liðið hefur til að mynda aðeins fengið tvö gul spjöld allt mótið. Það sagði við mig maður á vegum knattspyrnuliðsins Víkings að hann hefði aldrei á ævi sinni séð jafn mikið hneyksli inn á knattspyrnuvellinum.“ Þjálfarinn segir að þetta hafi allt byrjað með þessari dómgæslu. „Það er bara leiðinlegt að menn séu látnir dæma svona leiki sem eru svo langt frá því að vera hæfir í verkefnið,“ segir Lárus og bætir því einnig við að meint hegðun foreldra á leiknum sé stórlega ýkt.Hrækt að einni mömmunni „Þau kölluðu eitthvað smá inn á völlinn en síðan er kona sem á strák í A-liðinu sökuð um að ætla myrða dómarann. Það er bara fásinna og hrein og bein lygi. Það veittust þrír leikmenn KR að konunni og einn þeirra hrækti í áttina að henni. Það er svo margt sem vantar í umfjöllun miðlanna varðandi þetta mál.“ Lárus ítrekar samt sem áður að sökin sé Framara þegar kemur að umgengni í klefanum. „Þetta er hundleiðinlegt mál fyrir okkur og við ætlum að reyna afgreiða það farsællega. Félögin vilja bæði leysa þetta á góðan hátt en það hefur verið vegið að okkur í þessari umfjöllun.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var inn í klefanum eftir leik C-liðs Fram en Kristján Daði Finnbjörnsson, húsvörður í KR-heimilinu, segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins í samtal við Pressuna. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
„Okkar hlið er nú heldur betur öðruvísi, þó sökin sé okkar megin varðandi þennan klefa,“ segir Lárus Rúnar Grétarsson, þjálfari 3. flokks Fram í knattspyrnu karla. Um helgina hefur verið fjallað um hegðun leikmanna og foreldra Fram-liðsins í íslenskum miðlum. Foreldrum Framarana hefur gefið að sök að hrópa ókvæðisorð að dómara leiksins og setningar á borð við „Ég drep þig dómari“ hafa verið í umræðunni. Þá voru leikmenn liðsins sakaðir um að skilja búningsklefann eftir í rusli. Þar á meðal var klósett klefans fyllt af rusli. Pressan greindi frá málinu í gær og vísaði þar í twitterfærslu Halldórs Árnason, yfirþjálfara yngri flokka hjá KR. Þar stóð orðrétt: „Ég drep þig dómari“ öskruðu foreldrar ítrekað af hliðarlínu í yngri flokka leik í dag. Gerðu svo aðsúg að dómara eftir leik.Hér má sjá umrætt tíst frá Halldóri.Lárus segir að leikmenn C-liðsins hafi skilið við búningsklefann í þessu ástandi en ekki leikmenn A-liðsins sem töpuðu 2-0 fyrir KR í Reykjavíkurmótinu. Það var aftur á móti í þeim leik sem allt varð vitlaust og hefur verið fjallað um.Einn drengjanna hefur beðist afsökunar „Þremur leikmönnum C-liðsins fannst þetta eitthvað fyndið og er sökin þeirra, algjörlega. A-liðinu var kennt um þetta atvik og það er einfaldlega rangt. Foreldri eins drengsins hafði samband við mig í gær lét mig vita af því að þeir myndu fara í KR-heimilið og biðjast afsökunar. Við eigum síðan eftir að ræða við hina strákana tvo sem eru nefndir í þessu.“ Lárus segir að málið verði afgreitt innan flokksins. „Við munum ræða við þessa drengi í dag á æfingu og þar verður málið tekið fyrir. Þeir fara að sjálfsögðu í agabann hjá okkur, bæðir frá æfingum og leikjum. Við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun um hversu lengi, sennilega út Reykjavíkurmótið. Hann segir að flokkurinn hafi aldrei lent í svipuðu atviki áður. Lárus tekur það fram að dómgæslan í þessum umrædda leik hafi verið hreint út sagt skelfileg. „Dómgæslan var bara sér á parti í þessum leik. Við fengum tvö fáránleg rauð spjöld í leiknum en liðið hefur til að mynda aðeins fengið tvö gul spjöld allt mótið. Það sagði við mig maður á vegum knattspyrnuliðsins Víkings að hann hefði aldrei á ævi sinni séð jafn mikið hneyksli inn á knattspyrnuvellinum.“ Þjálfarinn segir að þetta hafi allt byrjað með þessari dómgæslu. „Það er bara leiðinlegt að menn séu látnir dæma svona leiki sem eru svo langt frá því að vera hæfir í verkefnið,“ segir Lárus og bætir því einnig við að meint hegðun foreldra á leiknum sé stórlega ýkt.Hrækt að einni mömmunni „Þau kölluðu eitthvað smá inn á völlinn en síðan er kona sem á strák í A-liðinu sökuð um að ætla myrða dómarann. Það er bara fásinna og hrein og bein lygi. Það veittust þrír leikmenn KR að konunni og einn þeirra hrækti í áttina að henni. Það er svo margt sem vantar í umfjöllun miðlanna varðandi þetta mál.“ Lárus ítrekar samt sem áður að sökin sé Framara þegar kemur að umgengni í klefanum. „Þetta er hundleiðinlegt mál fyrir okkur og við ætlum að reyna afgreiða það farsællega. Félögin vilja bæði leysa þetta á góðan hátt en það hefur verið vegið að okkur í þessari umfjöllun.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var inn í klefanum eftir leik C-liðs Fram en Kristján Daði Finnbjörnsson, húsvörður í KR-heimilinu, segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins í samtal við Pressuna.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira