Innlent

Dæmdur fyrir að áreita stúlku kynferðislega í gegnum Skype

Birgir Olgeirsson skrifar
Héraðsdómur Austurlands er á Egilsstöðum..
Héraðsdómur Austurlands er á Egilsstöðum.. Vísir/Pjetur
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvítugan karlmann til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að áreita stúlku kynferðislega í gegnum samskiptaforritið Skype.

Samkvæmt ákæru átti maðurinn ítrekað í samskiptum við stúlkuna í apríl árið 2013, þegar hún var ellefu ára gömul, þar sem hann viðhafði kynferðislegt tal og reyndi að fá að hitta stúlkuna í kynferðislegum tilgangi. Hann óskaði einnig eftir að fá að káfa á afturenda stúlkunnar og bað hana um að sýna honum afturenda sinn og sýndi henni kynfæri sín er hann fróaði sér, hvort tveggja í gegnum vefmyndavél.

Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum er gefið að sök í ákæru og viðurkenndi bótaskyldu sína.

Ásamt fjögurra mánaða skilorðsbundnum fangelsisdómi var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í miskabætur en einnig var hann dæmdur til að greiða 861 þúsund krónur í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×