Sigurgeir Árni leggur skóna á hilluna Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2015 14:00 Sigurgeir Árni lyftir titlinum fyrir FH. vísir/ Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig. Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig.
Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira