Innlent

Keypti lottómiða á bensínstöð á Sauðárkróki og varð milljónum ríkari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki liggur fyrir hvort um heimamann eða aðkomumann er að ræða.
Ekki liggur fyrir hvort um heimamann eða aðkomumann er að ræða. Vísir/GVA
Heppinn viðskiptavinur á bensínstöðu N1 á Sauðárkróki datt í lukkupottinn í kvöld þegar hann vann tæplega 6,5 milljónir í lottóinu. Hann var sá eini sem var með allar tölurnar réttar.

Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmlega 280 þúsund krónur í sinn hlut. Sá keypti miðann í Vogaturninum í Reykjavík.

Þrír miðar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og eigendur þeirra eru 100 þúsund krónum ríkari í dag. Einn miðanna var keyptur í Fjarðakaupum í Hafnarfirði og hinir tveir eru í áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×