Innlent

Þrír ökumenn stöðvaðir í borginni í nótt vegna fíkniefna eða áfengis

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rólegt var í miðborginni í nótt. Mynd úr safni.
Rólegt var í miðborginni í nótt. Mynd úr safni. Vísir/KTD
Rólegt var í miðborg Reykjavíkur og fáir gistu fangageymslur, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír ökumenn voru þó teknir í borginni taldir vera undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Fíkniefni fundust í bíl eins þeirra en honum var sleppt úr haldi lögreglunnar að lokinni skýrslutöku og farþega sem með honum var í bílnum að lokinni skýrslutöku.

Þriðji ökumaðurinn var svo stöðvaður í Ártúnsbrekku vegna hraðaksturs. Bíllinn mældist á 151 kílómetra hraða á klukkustund á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var málið afgreitt á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×