Innlent

Sigla um Breiðafjörðinn á súðbyrtum trébátum

Samúel Karl Ólason skrifar
Siglingaleið Bátadaga í ár.
Siglingaleið Bátadaga í ár.
Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH),heldur nú bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í áttunda sinn þann 4. júlí næstkomandi.

Félagið hvetur eigenda trébáta til að mæta með báta sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÁBBR.

Að þessu sinni verða fjögur nes heimsótt í Breiðafirðinum. Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes í Múlasveit og Skálanes í Gufudalssveit og þaðan verður aftur farið til Staðar á Reykjanesi, þar sem ferðin hefst.

Aðstæður eins og sjávarföll og veður munu þó ráða mestu um hvernig siglingarnar verða og áætlunin getur breyst eftir þeim. Í tilkynningunni segir að siglingin verði undir stjórn manna sem þekki vel til aðstæðna við Breiðafjörð.

Tilkynninguna í í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×