Innlent

Kona gekk berserksgang og braut tönn lögreglumanns með sparki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Á sama tímabili var brotist inn í skrifstofu ÞÁ bíla við Eyraveg 51 og þaðan stolið peningum.
Á sama tímabili var brotist inn í skrifstofu ÞÁ bíla við Eyraveg 51 og þaðan stolið peningum. Vísir/Pjetur
Lögreglumenn á Suðurlandi voru kallaðir í heimahús á föstudagskvöldið þar sem kona gekk berserksgang. Olli hún ugg meðal annarra heimilismeðlima að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Konan var að sögn lögreglu mjög æst við komu laganna varða og sparkaði meðal annars í andlit eins þeirra með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Hún var handtekin og flutt í fangageymslu. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×