Enski boltinn

Hjörvar: Allur skítur flýtur í velgengni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Koscielny fagnar með markverðinum David Ospina.
Laurent Koscielny fagnar með markverðinum David Ospina. Vísir/EPA
Arsenal hefur unnið átta leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og strákarnir í Messunni ræddu spilmennsku og velgengni liðsins að undanförnu.

Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 útisigur á Burnley um helgina.

„Ég er vanalega hrifinn af Arsenal en þetta var svona góður skyldusigur. Þetta var svona gamla góða Arsenal sem fer á útivöll og vinnur leikina án þess að vera í teljandi vandræðum," sagði Arnar Gunnlaugsson.

„Liverpool vann ellefu deildarleiki í röð í fyrra og Arsenal er búið að vinna átta í röð núna. Ég sé fyrir mér Arsenal mögulega vinna rest nema kannski einn eða tvo leiki," sagði Hjörvar Hafliðason.

„Þeir eru ekkert langt frá því að vera virkilega, virkilega gott lið," sagði Arnar sem nefndi sérstaklega markvörðinn David Ospina en Arsenal-liðið er búið að vinna 11 af 12 leikjum sem hann hefur spilað.  

„Vörnin virkar aðeins öruggari með hann og þeir fá á sig færri mörk," sagði Arnar.

„Ég er alveg sammála þér en manstu það sem Willum talaði oft um að það flýtur allur skítur í velgengni," sagði Hjörvar og uppskar hlátur frá bæði Arnari og Ríkharð Guðnasyni sem stýrði þættinum í fjarveru Guðmundar Benediktssonar.

„Ekki vera að hlæja að því. Hann talaði oft um þetta," sagði Hjörvar en það má sjá alla umræðu þeirra um Arsenal í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×