Enski boltinn

Messan: Farnir að líta út eins og góða gamla United-liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna marki á móti City.
Leikmenn Manchester United fagna marki á móti City. Vísir/EPA
Ríkharð Guðnason, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leik Manchester United í Messunni í gær en United hefur spilar afar vel í síðustu leikjunum sínum sem flestir hafa verið á móti lið í baráttu um efstu sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United vann 4-2 sigur á Manchester City um helgina og hafði áður unnið Tottenham (3-0), Liverpool (2-1) og Aston Villa (3-1).

„Við tökum ekkert frá United því þeir voru frábærir. Við sáum þarna góða gamla United-liðið, kraft, áræðni og alvöru sóknir. Það er allt önnur "holling" á liðinu í þessu kerfi sem þeir eru að spila í dag," sagði Arnar Gunnlaugsson.  

Arnar og Hjörvar Hafliðason fóru vel yfir allan leikinn á móti Manchester City.

„Það sem er þægilegt fyrir Manchester United að nú er bara sparkað fram á Marouane Fellaini og það gerist eitthvað í kringum það," sagði Hjörvar Hafliðason og tók sem dæmi fyrstu tvö mörkin hjá Manchester United.

„Það eru leikmenn í þessu United-liði núna sem voru aldrei í plönunum hjá Van Gaal fyrir tímabilið. Það eru Young, Fellaini, Herrera og Mata. Þetta eru bara aðalmennirnir í liðinu í dag," sagði Arnar.

Það er hægt að sjá alla umfjöllun Messunnar um Manchester United liðið og mörkin á móti City í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×