Fótbolti

Cantona: Þetta er ekki klám heldur listaverk

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Cantona segir þetta ekki klámmynd.
Eric Cantona segir þetta ekki klámmynd. mynd/skjáskot
Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, varði nýjustu mynd sína á blaðamannafundi í dag.

Cantona lagði skóna á hilluna árið 1997 eftir að vinna Englandsmeistaratitilinn í fjórða skiptið með United og sneri sér að kvikmyndaleik.

Cantona lék síðast í myndinni You and the Night sem hefur verið líkt við ljósbláa klámmynd, en hann leikur graðfola sem vel vaxinn er niður.

Í myndinni er hópkynlífsatriði þar sem Cantona sýnir djásnið, en notast var við gervilim.

„Klám? Nei, þetta er ekki klám. Þetta er listaverk,“ sagði Cantona þegar einn blaðamaðurinn spurði hann út í klámið.

„Þú getur litið á það þannig. Þetta er bara fallegt. Þú ættir að sjá myndina. Því miður þá er klám ekki svona fallegt. En ást er líka kynlíf, skilurðu mig?“

Hér að neðan má sjá brot af blaðamannafundinum, stiklu úr myndinni og atriði úr henni þar sem Cantona skríður á fjórum fótum á brókinni einni klæða.

"It wasn't porn, it was art" - Eric Cantona

Posted by BBC Sport on Tuesday, April 14, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×