Leiðtogi sem þjónar af hógværð Ísak Rúnarsson skrifar 19. apríl 2015 13:43 Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun