Innlent

Ríkið ætlar að niðurgreiða húshitunarkostnað enn frekar hjá þeim sem ekki hafa aðgang að jarðvarma

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Breytingarnar hafa áhrif á um 10 prósent landsmanna.
Breytingarnar hafa áhrif á um 10 prósent landsmanna. Vísir/Vilhelm

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að húsitunarkostnaður íbúa sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma verði að fullu niðurgreiddur frá og með næstu áramótum. Frumvarpið var lagt fram fyrr í vikunni.

Breytingarnar munu hafa áhrif á um tíu prósent íbúa landsins en langflest heimili eru hituð með jarðvarma í dag. Húshitunarkostnaður þesara tíu prósenta er mun hærri en hjá hinum.

Eins og fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins vegna frumvarpsins hefur hluti húshitunarkostnaðar verið niðurgreiddur á undanförnum árum en með frumvarpinu er meiningin að stíga skrefið til fulls. Hækka þarf framlag til verkefnisins um 215 milljónir króna en í dag fara 1.280 milljónir í niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.