Innlent

Nemendur lýsa yfir þungum áhyggjum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. vísir/anton brink
Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs Stúdentaráðs og nemendafélög heilbrigðisgreina við Háskóla Íslands lýsa yfir þungum áhyggjum vegna verkfalls heilbrigðisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum víða um lands. Þegar hafa um 533 starfsmenn lagt niður störf. 

Í tilkynningu frá sviðsráði og nemendafélögunum segir að verkfallið muni óumflýjanlega hafa áhrif á verklega kennslu nemenda við Heilbrigðisvísindasvið. Megi þar meðal annars nefna þátttöku í aðgerðum, prófaundirbúningi og dýrmæta reynslu sem aðeins verði fengin undir handleiðslu menntaðra heilbrigðisstarfsmanna sem muni falla niður við verkföll þeirra. Ekki bæti úr skák álag á sjúkrastofnunum þar sem enn sé unnið að því að vinna úr biðlistum eftir læknaverkfallið og inflúensufaraldurinn sem í vetur olli því að nýting sjúkrahúsrýma fór yfir hundrað prósent.

Sviðráð lýsir þó eftir stuðningi við verkfallsaðgerðir heilbrigðisstarfsfólks í Bandalagi háskólamanna því ótækt sé að háskólamenntaðir starfsmenn fái ekki greidd laun í samræmi við menntun og reynslu. „Enn fremur hvetur Sviðsráð stjórnvöld til að bregðast við, sjúkrastofnanir landsins mega ekki við auknu álagi og frestun aðgerða hefur áhrif bæði á þjónustu og menntun framtíðarstarfsfólks heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr

Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall.

Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi

Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna.

Enginn fundur um páskana

Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×