Í átt að nýjum hjónabandsskilningi Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 7. apríl 2015 13:10 Í grein sem birtist á visi.is þann 24. mars færðum við rök fyrir því að þó lagalegu jafnrétti hafi verið náð með setningu einna hjúskaparlaga, höfum við sem samfélag og kirkja ekki enn náð sátt um hjónabandsskilning sem nær yfir öll hjúskaparform. „Af hefðbundnum hjónabandskilningi” er það að segja að hann er ekki ásættanlegur af þeim sökum að hann byggir á æxlunarforsendu, feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Lykillinn að nýjum hjónabandsskilningi liggur í endurskilgreiningu á hugtökum um gagnkvæmni og á inntaki hjónabandsins. Með því að endurskoða þá nálgun sem liggur að baki hefðbundum hjónabandsskilningi og hugtakanotkun opnast gluggi til að frelsa hjónabandið úr viðjum karlaveldisins, frá gagnkynhneigðarhyggju og frá kúgandi sýn á samskipti kynjanna. Ein leið til að opna hjónabandsskilninginn til að hann rúmi alla, er að aðskilja hugmyndir um kynlíf og æxlun. Samkvæmt hefðinni á kynlíf í hjónabandi einungis að beinast að frjósemi, það er fela í sér þann möguleika að barn verði til. Með þeim rökum hafa kirkjudeildir bannað getnaðarvarnir og kynlíf utan hjónabands en slík fordæming hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í lífi kvenna og á útbreiðslu alnæmis í Afríku. Nýtt viðmið í garð kynlífs felur í sér að horfa á samlífi frá sjónarhóli tengsla en ekki fjölgunar. Með því að gera það opnast möguleiki á að þróa nýja kynlífssiðfræði, sem hefur gæði kynlífs að leiðarljósi og það leiðir um leið til viðurkenningar á fjölbreyttari samlífisgerðum en sambandi karls og konu. Hið sama gildir um hugmyndina um gagnkvæmni en hana þarf að aðskilja frá þeirri forsendu að kynin séu andstæður og að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Vestræn menning hefur sögulega gengið útfrá því að kynlíf byggist á yfirráðum og að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð þarf að hafna til að komast út úr þeirri krísu sem við stöndun frammi fyrir sem samfélag vegna hlutgervingar líkamans, kynferðisofbeldis og fordæmingu hinsegin ásta. Allt tengist það og á grunn sinn í hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð yfir öðrum. Ný viðmið um gagnkvæmnina fela í sér þá hugsun að um tvo fullveðja einstaklinga sé að ræða, sem koma saman á jafningjagrunni og hafa að leiðarljósi gagnkvæma kynferðislega ánægju og nánd. Sú ánægja er háð sjálfræði og samþykki beggja aðila og ánægja í kynlífi vekur upp siðferðilegan vanda þegar slíkt jafnræði er ekki til staðar. Takist okkur sem samfélag og kirkja að brjótast úr viðjum úreltra hugmynda um hjónabandið og losa okkur undan æxlunar- og gagnkynhneigðarhyggju er til mikils að vinna. Slík þróun yrði ekki einungis skref í átt til aukins stuðnings og viðurkenningar á ólíkum fjölskylduformum, heldur jafnframt skref í átt til aukinnar velferðar í samfélaginu. Börn sem alast upp við þá hugmynd að yfirráð séu staðlandi í samskiptum, leita eðlislægt sjálf í slík sambönd. Þess vegna ber okkur að kenna börnum að vera gagnrýnin á þá ofbeldismenningu sem er ríkjandi í staðalmyndum um samskipti kynjanna í dægurmenningunni og reynast þeim fyrirmynd í þeim samböndum sem þau alast upp við. Það hefur það aldrei verið brýnna að snúa umræðunni í átt að samfélagslegri endurskilgreiningu á því hvað felst í ástarsambandi tveggja einstaklinga og hvernig viljum við sjá það samband þróast til framtíðar. Ef okkur tekst að ná samstöðu um ný viðmið um tilfinningasambönd jafningja leggjum við grundvöll að hjónabandsskilningi sem umfaðmar alla í einn veruleika á grundvelli þess sem Jesús Kristur boðaði. Sambönd sem eru laus við æxlunarhyggju, kynjahyggju og gagnkynhneigðarhyggju innifela gæði fyrir þau börn sem eru hluti af slíkum fjölskyldum, sem og þá hópa samfélagsins, sem eru á jaðrinum vegna karlaveldissjónarmiða og hafa fengið að ríkja um hjónabandið í allt of langan tíma. Slíkt inntak hjónabandsins vísar til framtíðar og leggur grunninn að umræðu um það hvernig við viljum sjá hjónabandið þróast á 21. öldinni. Okkar er að hafa kjark að stíga það mikilvæga skref og taka alvarlega skrif fræðimanna um hjónabandssiðfræði, á erlendri og íslenskri grundu, þar sem leitast er við að hefja hjónabandið til vegs og virðingar en umfaðma um leið alla óháð kyni og kynhneigð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Tengdar fréttir Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið "Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. 24. mars 2015 11:08 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist á visi.is þann 24. mars færðum við rök fyrir því að þó lagalegu jafnrétti hafi verið náð með setningu einna hjúskaparlaga, höfum við sem samfélag og kirkja ekki enn náð sátt um hjónabandsskilning sem nær yfir öll hjúskaparform. „Af hefðbundnum hjónabandskilningi” er það að segja að hann er ekki ásættanlegur af þeim sökum að hann byggir á æxlunarforsendu, feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Lykillinn að nýjum hjónabandsskilningi liggur í endurskilgreiningu á hugtökum um gagnkvæmni og á inntaki hjónabandsins. Með því að endurskoða þá nálgun sem liggur að baki hefðbundum hjónabandsskilningi og hugtakanotkun opnast gluggi til að frelsa hjónabandið úr viðjum karlaveldisins, frá gagnkynhneigðarhyggju og frá kúgandi sýn á samskipti kynjanna. Ein leið til að opna hjónabandsskilninginn til að hann rúmi alla, er að aðskilja hugmyndir um kynlíf og æxlun. Samkvæmt hefðinni á kynlíf í hjónabandi einungis að beinast að frjósemi, það er fela í sér þann möguleika að barn verði til. Með þeim rökum hafa kirkjudeildir bannað getnaðarvarnir og kynlíf utan hjónabands en slík fordæming hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í lífi kvenna og á útbreiðslu alnæmis í Afríku. Nýtt viðmið í garð kynlífs felur í sér að horfa á samlífi frá sjónarhóli tengsla en ekki fjölgunar. Með því að gera það opnast möguleiki á að þróa nýja kynlífssiðfræði, sem hefur gæði kynlífs að leiðarljósi og það leiðir um leið til viðurkenningar á fjölbreyttari samlífisgerðum en sambandi karls og konu. Hið sama gildir um hugmyndina um gagnkvæmni en hana þarf að aðskilja frá þeirri forsendu að kynin séu andstæður og að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Vestræn menning hefur sögulega gengið útfrá því að kynlíf byggist á yfirráðum og að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð þarf að hafna til að komast út úr þeirri krísu sem við stöndun frammi fyrir sem samfélag vegna hlutgervingar líkamans, kynferðisofbeldis og fordæmingu hinsegin ásta. Allt tengist það og á grunn sinn í hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð yfir öðrum. Ný viðmið um gagnkvæmnina fela í sér þá hugsun að um tvo fullveðja einstaklinga sé að ræða, sem koma saman á jafningjagrunni og hafa að leiðarljósi gagnkvæma kynferðislega ánægju og nánd. Sú ánægja er háð sjálfræði og samþykki beggja aðila og ánægja í kynlífi vekur upp siðferðilegan vanda þegar slíkt jafnræði er ekki til staðar. Takist okkur sem samfélag og kirkja að brjótast úr viðjum úreltra hugmynda um hjónabandið og losa okkur undan æxlunar- og gagnkynhneigðarhyggju er til mikils að vinna. Slík þróun yrði ekki einungis skref í átt til aukins stuðnings og viðurkenningar á ólíkum fjölskylduformum, heldur jafnframt skref í átt til aukinnar velferðar í samfélaginu. Börn sem alast upp við þá hugmynd að yfirráð séu staðlandi í samskiptum, leita eðlislægt sjálf í slík sambönd. Þess vegna ber okkur að kenna börnum að vera gagnrýnin á þá ofbeldismenningu sem er ríkjandi í staðalmyndum um samskipti kynjanna í dægurmenningunni og reynast þeim fyrirmynd í þeim samböndum sem þau alast upp við. Það hefur það aldrei verið brýnna að snúa umræðunni í átt að samfélagslegri endurskilgreiningu á því hvað felst í ástarsambandi tveggja einstaklinga og hvernig viljum við sjá það samband þróast til framtíðar. Ef okkur tekst að ná samstöðu um ný viðmið um tilfinningasambönd jafningja leggjum við grundvöll að hjónabandsskilningi sem umfaðmar alla í einn veruleika á grundvelli þess sem Jesús Kristur boðaði. Sambönd sem eru laus við æxlunarhyggju, kynjahyggju og gagnkynhneigðarhyggju innifela gæði fyrir þau börn sem eru hluti af slíkum fjölskyldum, sem og þá hópa samfélagsins, sem eru á jaðrinum vegna karlaveldissjónarmiða og hafa fengið að ríkja um hjónabandið í allt of langan tíma. Slíkt inntak hjónabandsins vísar til framtíðar og leggur grunninn að umræðu um það hvernig við viljum sjá hjónabandið þróast á 21. öldinni. Okkar er að hafa kjark að stíga það mikilvæga skref og taka alvarlega skrif fræðimanna um hjónabandssiðfræði, á erlendri og íslenskri grundu, þar sem leitast er við að hefja hjónabandið til vegs og virðingar en umfaðma um leið alla óháð kyni og kynhneigð.
Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið "Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. 24. mars 2015 11:08
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar