Innlent

Hefur þú séð þennan bíl?

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan leitar að ljósgráum Opel Combo C Van, eins og þeim sem sést á myndinni.
Lögreglan leitar að ljósgráum Opel Combo C Van, eins og þeim sem sést á myndinni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir ljósgráum Opel Combo C Van bifreið sem stolið var í innbroti í reiðhjólaverslunina Hvellur í Kópavogi. Bíllinn er með skráningarnúmerið KM-712.

Í tilkynningu frá lögreglunnu eru þeir sem hafa vitneskju um hvar bíllinn sé niðurkominn beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Í innbrotinu var einnig stolið verkfærum, reiðhjólahjálmum og á annan tug reiðhjóla, sem einnig er leitað, en reiðhjólategundirnar sem um ræðir eru Fuji og Everton,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ljósgráum Opel Combo C Van bifreið með skráningarnúmerið KM-712 en bílnum var...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, April 7, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×