Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2015 17:39 Jóhann Birgir í leik með FH gegn Haukum. vísir/pjetur Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15
FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15