Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2015 17:39 Jóhann Birgir í leik með FH gegn Haukum. vísir/pjetur Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15
FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15