Handbolti

Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið án umrædds leikmanns síðan 12. mars.
Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið án umrædds leikmanns síðan 12. mars. vísir/ernir
Leikmaður karlaliðs FH í handbolta féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH í Laugardalshöll 28. febrúar.

Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag og vitnar í heimildir sínar, en umræddur leikmaður er sagður hafa játað brot sitt, samkvæmt heimildum.

Ekki var óskað eftir B-sýni og er búist við ákæru gegn honum á næstu dögum.

FH-ingurinn er sagður hafa fundist sekur um steranotkun og verður því væntanlega úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann.

Hann hefur ekki tekið þátt í leikjum meistaraflokks frá 12. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×