Ríkisendurskoðun gagnrýnir samninga ráðuneytis við einkafyrirtæki ingvar haraldsson skrifar 31. mars 2015 12:24 Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar. Ríkisendurskoðun gagnrýnir samninga sem Menntamálaráðuneytið gerði við einkahlutafélagið Rannsóknir og greiningu í nýrri skýrslu. Fréttablaðið greindi fyrst frá samningum ráðuneytisins við Rannsóknir og greiningu sem hefur fengið 158 milljónir frá ráðuneytinu fyrir margvíslegar æskulýðsrannsóknir síðastliðin 16 ár. Ríkisendurskoðun telur að ráðuneytið þurfi að vanda betur til samninga sem það gerir um styrki og kaup á vörum og þjónustu. Þá þurfi að móta heildarstefnu um æskulýðsrannsóknir og kanna hvort hafa megi styrki til þeirra í sérstökum sjóði í umsjá Rannís. Í skýrslunni bendir Ríkisendurskoðun á ýmis atriði tengd þessum viðskiptum sem stofnunin telur að betur hefðu mátt fara. Meðal annars telur stofnunin að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði þurft að vanda betur til samninga sem það gerði við félagið. „Eðli þessara samninga hafi ekki alltaf verið ljóst, þ.e. hvort þeir teljist styrktar- eða þjónustusamningar. Þá telur Ríkisendurskoðun að í einu tilviki hefði átt að bjóða út verkefni sem Rannsóknir og greining fékk án útboðs. Stofnunin hvetur ráðuneytið til að vanda betur til þeirra samninga sem það gerir um styrki eða kaup á vörum og þjónustu,“ segir í skýrslunni.Erfitt að meta árangur því markmið voru ekki skilgreind Ríkisendurskoðun bendir einnig á að erfitt sé að meta hvort fjárframlög ríkissjóðs til Rannsókna og greiningar hafi skilað fullnægjandi árangri þar sem hvergi er kveðið á um markmið rannsóknanna og hvernig meta skuli árangur þeirra. Þó telur Ríkisendurskoðun að niðurstöður þeirra æskulýðsrannsókna sem Rannsóknir og greining hafi unnið fyrir stjórnvöld hafi komið mörgum til góða. Tengdar fréttir Einkahlutafélag með samning við ráðuneytið um æskulýðsrannsóknir án útboðs Einkahlutafélag í eigu fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar stundar æskulýðsrannsóknir og hefur fengið um 50 milljónir frá ríkinu frá 2006. Samningur var undirritaður í byrjun árs 2009 fram hjá lögum um opinber innkaup. 30. september 2014 07:00 Milljóna ríkisstyrkir fóru upp í arðgreiðslur Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsóknar og greiningar segir að arðgreiðslurnar hafi verið nýttar í styrki til frekari rannsókna. 8. október 2014 08:00 Staðreyndir um Rannsóknir & greiningu Vandaðar og vel unnar fréttir eru hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. 7. október 2014 14:00 Stjórnsýsluúttekt hafin á samningum ráðuneytis Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samningum ríkisins við Rannsóknir og greiningu ehf. Forkönnun sögð gefa fullt tilefni til að skoða málin betur og kanna hvort gerðir samingar standist lög og reglur. 22. desember 2014 07:15 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir samninga sem Menntamálaráðuneytið gerði við einkahlutafélagið Rannsóknir og greiningu í nýrri skýrslu. Fréttablaðið greindi fyrst frá samningum ráðuneytisins við Rannsóknir og greiningu sem hefur fengið 158 milljónir frá ráðuneytinu fyrir margvíslegar æskulýðsrannsóknir síðastliðin 16 ár. Ríkisendurskoðun telur að ráðuneytið þurfi að vanda betur til samninga sem það gerir um styrki og kaup á vörum og þjónustu. Þá þurfi að móta heildarstefnu um æskulýðsrannsóknir og kanna hvort hafa megi styrki til þeirra í sérstökum sjóði í umsjá Rannís. Í skýrslunni bendir Ríkisendurskoðun á ýmis atriði tengd þessum viðskiptum sem stofnunin telur að betur hefðu mátt fara. Meðal annars telur stofnunin að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði þurft að vanda betur til samninga sem það gerði við félagið. „Eðli þessara samninga hafi ekki alltaf verið ljóst, þ.e. hvort þeir teljist styrktar- eða þjónustusamningar. Þá telur Ríkisendurskoðun að í einu tilviki hefði átt að bjóða út verkefni sem Rannsóknir og greining fékk án útboðs. Stofnunin hvetur ráðuneytið til að vanda betur til þeirra samninga sem það gerir um styrki eða kaup á vörum og þjónustu,“ segir í skýrslunni.Erfitt að meta árangur því markmið voru ekki skilgreind Ríkisendurskoðun bendir einnig á að erfitt sé að meta hvort fjárframlög ríkissjóðs til Rannsókna og greiningar hafi skilað fullnægjandi árangri þar sem hvergi er kveðið á um markmið rannsóknanna og hvernig meta skuli árangur þeirra. Þó telur Ríkisendurskoðun að niðurstöður þeirra æskulýðsrannsókna sem Rannsóknir og greining hafi unnið fyrir stjórnvöld hafi komið mörgum til góða.
Tengdar fréttir Einkahlutafélag með samning við ráðuneytið um æskulýðsrannsóknir án útboðs Einkahlutafélag í eigu fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar stundar æskulýðsrannsóknir og hefur fengið um 50 milljónir frá ríkinu frá 2006. Samningur var undirritaður í byrjun árs 2009 fram hjá lögum um opinber innkaup. 30. september 2014 07:00 Milljóna ríkisstyrkir fóru upp í arðgreiðslur Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsóknar og greiningar segir að arðgreiðslurnar hafi verið nýttar í styrki til frekari rannsókna. 8. október 2014 08:00 Staðreyndir um Rannsóknir & greiningu Vandaðar og vel unnar fréttir eru hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. 7. október 2014 14:00 Stjórnsýsluúttekt hafin á samningum ráðuneytis Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samningum ríkisins við Rannsóknir og greiningu ehf. Forkönnun sögð gefa fullt tilefni til að skoða málin betur og kanna hvort gerðir samingar standist lög og reglur. 22. desember 2014 07:15 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Einkahlutafélag með samning við ráðuneytið um æskulýðsrannsóknir án útboðs Einkahlutafélag í eigu fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar stundar æskulýðsrannsóknir og hefur fengið um 50 milljónir frá ríkinu frá 2006. Samningur var undirritaður í byrjun árs 2009 fram hjá lögum um opinber innkaup. 30. september 2014 07:00
Milljóna ríkisstyrkir fóru upp í arðgreiðslur Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsóknar og greiningar segir að arðgreiðslurnar hafi verið nýttar í styrki til frekari rannsókna. 8. október 2014 08:00
Staðreyndir um Rannsóknir & greiningu Vandaðar og vel unnar fréttir eru hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. 7. október 2014 14:00
Stjórnsýsluúttekt hafin á samningum ráðuneytis Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samningum ríkisins við Rannsóknir og greiningu ehf. Forkönnun sögð gefa fullt tilefni til að skoða málin betur og kanna hvort gerðir samingar standist lög og reglur. 22. desember 2014 07:15