Innlent

Harður árekstur á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar

Bjarki Ármannsson skrifar
Umferð á Miklubraut.
Umferð á Miklubraut. Vísir/GVA

Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar um hálftíu í morgun. Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans til skoðunar en samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er enginn þeirra alvarlega slasaður.

Mikið brak var á gatnamótunum eftir áreksturinn, að því er fram kemur í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kalla þurfti til hreinsunardeild borgarinnar til að þrífa þau og kranabifreiðar til að koma bílflökunum á brott.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.