Innlent

Harður árekstur á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar

Bjarki Ármannsson skrifar
Umferð á Miklubraut.
Umferð á Miklubraut. Vísir/GVA
Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar um hálftíu í morgun. Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans til skoðunar en samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er enginn þeirra alvarlega slasaður.

Mikið brak var á gatnamótunum eftir áreksturinn, að því er fram kemur í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kalla þurfti til hreinsunardeild borgarinnar til að þrífa þau og kranabifreiðar til að koma bílflökunum á brott.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.