Innlent

Leikarar hefja kjarabaráttu

Linda Blöndal skrifar
Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri segir samþykkt leikarar um að fara í verkfall með öðrum félögum BHM eftir páska, vera mikilvæga yfirlýsingu en leikhúsið geti ekki komið að kjarabótum leikaranna.  



Mest 400 þúsund en álag um kvöld og helgar 

Birna Hafstein, formaður félags íslenskra leikara sagði í Bylgjufréttum í dag að háskólamenntaðir leikarar Þjóðleikhússin væru verst stadda stéttinn innan Bandalags háskólamanna og skröpuðu botninn í launakjörum. Byrjunarlaun leikara eru 300 þúsund krónur og leikari í hæsta launaflokki kominn yfir 55 ára fær hæst 400 þúsund á mánuði. Á þetta bætist þó 33 prósenta álag á kvöldin og 55 prósent um helgar.   



Samstöðuverkfall 

Leikarar í húsinu hafa ákveðið að taka þátt í samstöðuverkfalli með 17 öðrum félögum BHM, fimmtudaginn níunda apríl. Um þrjátíu leikarar starfa hjá Þjóðleikhúsin. Leikhússtjóri segir leikhúsið ekki sjálft geta bætt launakjör leikaranna sem semji beint við ríkið. Einungis sé raðað í launatöflur innan leikhússins eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir. „Það er auðvitað þungbært þegar maður hugsar um það að nú hefur verið samið við leikara í Borgarleikhúsinu og eftir því sem mér skilst þá hafa þessir nýju samningar tryggt þeim umtalsverðar kjarabætur. Þá hlýtur að vera krafan að leikarar í Þjóðleikhúsinu njóti ekki lakari kjara. Í þeirri baráttu hlýtur Þjóðleikhúsið og þjóðleikhússtjóri að geta lagt þeim lið", sagði Ari Matthíasson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 

Búist er við því að næstu daga muni kjarasamningur Borgarleikhússins verða ljós.



Mikilvæg yfirlýsing 

Ari bendir á að álag á leikara sem mikið enda vinnutíminn ólíkur allra annarra launastétta. Hann telur að verkfall leikaranna í einn dag yrði ekki stór aðgerð en þó mikilvæg. „Ég held að það sé ákveðin yfirlýsing um að mælirinn sé fullur, ég held að ríkið hljóti að taka því alvarlega þegar hópar starfsmanna ríkisins fara í verkfall. Ég held að svoleiðis hljóti ábyrg stjórn ríkisins að vera", segir Ari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×