Vantar þrjú þúsund iðnaðarmenn á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2015 19:56 Mikill skortur er á iðnaðarmönnum til ýmissa starfa en Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar telur að það þurfi tvö til þrjú þúsund iðnaðarmenn í atvinnulífið strax til að geta sinnt þeim verkefnum sem eru í gangi. Atorka, sem eru Samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Grunn- og framhaldsskólar á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands stóðu fyrir svokallaðri Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn. Um 30 fyrirtæki á Suðurlandi kynntu starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og nemendum efstu bekkja grunnskólanna þar sem áherslan var lögð á iðn og tæknigreinar en atvinnurekendur hafa miklar áhyggjur af því hvað fáir nemendur skrá sig í nám í þessum greinum. „Það vantar fólk með með mismunandi menntun að baki í mjög margar iðn og tæknigreinar. Það vantar mikið af járniðnaðarmönnum, rafiðnaðarmönnum og fólk með margskonar þekkingu. Við erum auðvitað með ört vaxandi ferðaþjónustu hér. Hér vantar mikið af fólki í leiðsögn og inn í ferðaþjónustufyrirtækin og auðvitað í þeirri öflugu matvælavinnslu sem við erum með hér. Það vantar fólk í allar þessar greinar,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson frá Atorku. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar mætti á Starfamessuna. „Það er veruleg eftirspurn eftir fólki, jafnvel í þessar gömlu iðngreinar eins og múrverk, tréverk og fleira og fleira. Síðan er líka eftirspurn eftir nýju greinunum eins og grafískri hönnun. Margar þessara greina eru í vexti og vantar fólk“, segir Gissur.En er verið að leggja of mikla áherslu á bóknámið í framhaldsskólunum? „Það er auðvitað margtuggin saga að það er allt of mikil áhersla lögð á bóknámið og iðnmenntunin situr á hakanum. Það eru auðvitað margir sem hafa fundið sér störf í útlöndum, aðallega í Noregi, en þeir eru sem betur fer að snúa til baka en mannvirkjagreinarnar eru að taka við sér. Ég gæti alveg trúað að það vanti hér tvö til þrjú þúsund manns inn á vinnumarkaðinn til þess að vel eigi að vera,“ segir Gissur. Það vantar alls staðar fólk, t.d. hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. „Við myndum alveg geta bætt við okkur fjórum til fimm körlum,“ segir Margrét Ósk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi, sem vonar jafnframt að starfamessan hafi skilað einhverju. „Það eru margir krakkar búnir að biðja um vinnu í sumar, þannig að það getur vel verið að það verði nokkrir nýir hjá okkur í sumar sem eru búnir að kynnast þessu hér,“ segir Margrét Ósk. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Mikill skortur er á iðnaðarmönnum til ýmissa starfa en Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar telur að það þurfi tvö til þrjú þúsund iðnaðarmenn í atvinnulífið strax til að geta sinnt þeim verkefnum sem eru í gangi. Atorka, sem eru Samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Grunn- og framhaldsskólar á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands stóðu fyrir svokallaðri Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn. Um 30 fyrirtæki á Suðurlandi kynntu starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og nemendum efstu bekkja grunnskólanna þar sem áherslan var lögð á iðn og tæknigreinar en atvinnurekendur hafa miklar áhyggjur af því hvað fáir nemendur skrá sig í nám í þessum greinum. „Það vantar fólk með með mismunandi menntun að baki í mjög margar iðn og tæknigreinar. Það vantar mikið af járniðnaðarmönnum, rafiðnaðarmönnum og fólk með margskonar þekkingu. Við erum auðvitað með ört vaxandi ferðaþjónustu hér. Hér vantar mikið af fólki í leiðsögn og inn í ferðaþjónustufyrirtækin og auðvitað í þeirri öflugu matvælavinnslu sem við erum með hér. Það vantar fólk í allar þessar greinar,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson frá Atorku. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar mætti á Starfamessuna. „Það er veruleg eftirspurn eftir fólki, jafnvel í þessar gömlu iðngreinar eins og múrverk, tréverk og fleira og fleira. Síðan er líka eftirspurn eftir nýju greinunum eins og grafískri hönnun. Margar þessara greina eru í vexti og vantar fólk“, segir Gissur.En er verið að leggja of mikla áherslu á bóknámið í framhaldsskólunum? „Það er auðvitað margtuggin saga að það er allt of mikil áhersla lögð á bóknámið og iðnmenntunin situr á hakanum. Það eru auðvitað margir sem hafa fundið sér störf í útlöndum, aðallega í Noregi, en þeir eru sem betur fer að snúa til baka en mannvirkjagreinarnar eru að taka við sér. Ég gæti alveg trúað að það vanti hér tvö til þrjú þúsund manns inn á vinnumarkaðinn til þess að vel eigi að vera,“ segir Gissur. Það vantar alls staðar fólk, t.d. hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. „Við myndum alveg geta bætt við okkur fjórum til fimm körlum,“ segir Margrét Ósk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi, sem vonar jafnframt að starfamessan hafi skilað einhverju. „Það eru margir krakkar búnir að biðja um vinnu í sumar, þannig að það getur vel verið að það verði nokkrir nýir hjá okkur í sumar sem eru búnir að kynnast þessu hér,“ segir Margrét Ósk.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira