Innlent

Fjórtán ára ökumaður með tvo ölvaða farþega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykjanesbær
Reykjanesbær vísir/gva
Lögreglan á Suðurnesjunum hafði afskipti af ökumanni aðfaranótt sunnudagsins og reyndist hann aðeins vera fjórtán ára gamall.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á svæðinu. Tveir farþegar voru með drengnum í bifreiðinni og voru þeir báðir ölvaðir. Málið var tilkynnt til forráðamanna piltsins og einnig til barnaverndarnefndar.

Annar ökumaður ók bifreið sem var án skráningarmerkja. Að auki var hann ekki í bílbelti við aksturinn. Þá voru höfð afskipti af fáeinum ökumönnum sem fóru ekki að umferðarreglum, með því að virða ekki stöðvunarskyldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×