Innlent

Heitavatnslaust í hluta Vesturbæjar á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Heita vatnið verður tekið af í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið.
Heita vatnið verður tekið af í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið. Vísir/GVA
Heita vatnið verður tekið af í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið og stefnt að því að hleypa á að nýju klukkan fjögur síðdegis. Þetta verður gert til þess að gera við bilun í lofttæmisstútum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá  Orkuveitu Reykjavíkur. Heitavatnslaust verður í hluta af Meistaravöllum, Kaplaskjólsvegi, Flyðrugranda, Hagamel, Einimel, Grenimel og Reynimel, á Hofsvallagötu 56 til 62, Ægisíðu 100 til 102 og 101 til 111.

„Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju,“ segir í tilkynningunni. „Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Starfsfólk Orkuveitunnar biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×