Innlent

Útsýnisstað lokað vegna öryggisástæðna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/lögreglan skagafirði
Lögreglan í Skagafirði hefur girt af og lokað afmörkuðu svæði í Ketubjörgum á Skaga í Syðri-Bjargavík vegna hættulegra sprungna sem þar hafa myndast. Þetta kemur fram á vef Skagafjarðar en málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs í gær.

Hreyfingar hafa verið á bergbrúnum og varhugavert er að ganga út á þær vegna hrunhætut, en þarna er vinsæll útsýnisstaður yfir björgin og út á Skagafjörðinn. Allur aðgangur inn á svæðið er því bannaður af öryggisástæðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.