Hafnfirðingar tapa milljörðum á samningi um Áslandsskóla Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2015 19:30 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar freistar þess nú að endursemja við fyrirtækið sem á og rekur Áslandsskóla á kostnað bæjarins. Skattgreiðendur í Hafnarfirði munu þegar upp verður staðið hafa tapað milljörðum króna á samningi um einkaframkvæmd vegna skólans. Að samningstíma loknum verður sveitarfélagið búið að greiða upp skólann án þess að eiga krónu í honum. Áslandsskóli er alfarið í einkaeign en það fyrirkomulag má rekja til samnings sem undirritaður var þann 16. mars 2000 milli Hafnarfjarðarbæjar og FM húsa ehf. um svokallaða einkaframkvæmd. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fóru með meirihluta í bæjarstjórn á þessum tíma. Málið var umdeilt en þáverandi meirihluti bæjarstjórnar taldi samninginn hagstæðan fyrir bæinn. Samkvæmt samningnum skyldi FM hús annast byggingu og rekstur Áslandsskóla í 27 ár. Í minnisblaði sem lagt var fram í bæjarráði Hafnarfjarðar í vikunni eftir fyrirspurn bæjarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar koma fram upplýsingar um heildargreiðslur sveitarfélagsins til FM húsa ehf. á samningstímanum. Pólitískt gjafmildi Þegar uppi verður staðið verður Hafnarfjarðarbær búinn að greiða FM húsum ehf. samtals 6 milljarða króna fyrir leigu á húsnæði og rekstur skólans á samningstímanum. Byggingarkostnaður með húsgögnum og búnaði, uppreiknaður með hliðsjón af vísitölu neysluverðs, er 2,2 milljarðar króna. Það þarf því ekki að velkjast í vafa um að samningurinn var afar óhagstæður fyrir sveitarfélagið Hafnarfjarðarbæ. Inn í þetta þarf þó að taka fjármagnskostnað. Þrátt fyrir að tekið sé tillit til fjármagnskostnaðar er ljóst að það var alltaf hagstæðara fyrir Hafnarfjarðarbæ að byggja skólann fyrir eigið fé að taka sjálfur lán fyrir honum. Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz kallar samninga af þessu tagi stórar gjafir á kostnað almennings. Þetta hefur líka verið kallað pólitískt gjafmildi (e. government munificence). „Á samningstímanum munu skattgreiðendur í Hafnarfirði hafa greitt upp allan kostnað við byggingu og rekstur þessarar fasteignar og þar með talinn fjármagnskostnað. Án þess að eignast krónu í eigninni að samningstíma loknum,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði.365/ÞÞ„Mestu mistök sem gerð voru hjá sveitarfélögunum“Þarf ekki sveitarfélagið að reyna að endursemja um þennan samning við FM hús? „Ef það er möguleiki þá munum við gera það. Ég hef þegar óskað eftir viðræðum við FM hús varðandi rekstrarhluta samningsins og þar erum við að borga mun meira heldur en við borgum í dag fyrir sambærilegan kostnað í húsunum hjá okkur og með þeim rökum hef ég óskað eftir viðræðum við FM hús.“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Haraldur tók við bæjarstjórastöðuni síðastliðið haust en hann er hagfræðingur og vann á sínum tíma skýrslu um fjárhag Reykjanesbæjar. Eins og vel er kunnugt er Reykjanesbær á barmi gjaldþrots vegna óhagstæðra samninga um einkaframkvæmd við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. „Þessir leigusamningar voru mistök hjá sveitarfélögunum. Eignarhaldsfélagið Fasteign og þeir samningar sem þar voru gerðir eru mestu mistök sem gerð voru hjá sveitarfélögunum. Enda sjáum við hvernig Álftanes fór og Reykjanesbær og Sandgerðisbær,“ segir Haraldur. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar freistar þess nú að endursemja við fyrirtækið sem á og rekur Áslandsskóla á kostnað bæjarins. Skattgreiðendur í Hafnarfirði munu þegar upp verður staðið hafa tapað milljörðum króna á samningi um einkaframkvæmd vegna skólans. Að samningstíma loknum verður sveitarfélagið búið að greiða upp skólann án þess að eiga krónu í honum. Áslandsskóli er alfarið í einkaeign en það fyrirkomulag má rekja til samnings sem undirritaður var þann 16. mars 2000 milli Hafnarfjarðarbæjar og FM húsa ehf. um svokallaða einkaframkvæmd. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fóru með meirihluta í bæjarstjórn á þessum tíma. Málið var umdeilt en þáverandi meirihluti bæjarstjórnar taldi samninginn hagstæðan fyrir bæinn. Samkvæmt samningnum skyldi FM hús annast byggingu og rekstur Áslandsskóla í 27 ár. Í minnisblaði sem lagt var fram í bæjarráði Hafnarfjarðar í vikunni eftir fyrirspurn bæjarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar koma fram upplýsingar um heildargreiðslur sveitarfélagsins til FM húsa ehf. á samningstímanum. Pólitískt gjafmildi Þegar uppi verður staðið verður Hafnarfjarðarbær búinn að greiða FM húsum ehf. samtals 6 milljarða króna fyrir leigu á húsnæði og rekstur skólans á samningstímanum. Byggingarkostnaður með húsgögnum og búnaði, uppreiknaður með hliðsjón af vísitölu neysluverðs, er 2,2 milljarðar króna. Það þarf því ekki að velkjast í vafa um að samningurinn var afar óhagstæður fyrir sveitarfélagið Hafnarfjarðarbæ. Inn í þetta þarf þó að taka fjármagnskostnað. Þrátt fyrir að tekið sé tillit til fjármagnskostnaðar er ljóst að það var alltaf hagstæðara fyrir Hafnarfjarðarbæ að byggja skólann fyrir eigið fé að taka sjálfur lán fyrir honum. Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz kallar samninga af þessu tagi stórar gjafir á kostnað almennings. Þetta hefur líka verið kallað pólitískt gjafmildi (e. government munificence). „Á samningstímanum munu skattgreiðendur í Hafnarfirði hafa greitt upp allan kostnað við byggingu og rekstur þessarar fasteignar og þar með talinn fjármagnskostnað. Án þess að eignast krónu í eigninni að samningstíma loknum,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði.365/ÞÞ„Mestu mistök sem gerð voru hjá sveitarfélögunum“Þarf ekki sveitarfélagið að reyna að endursemja um þennan samning við FM hús? „Ef það er möguleiki þá munum við gera það. Ég hef þegar óskað eftir viðræðum við FM hús varðandi rekstrarhluta samningsins og þar erum við að borga mun meira heldur en við borgum í dag fyrir sambærilegan kostnað í húsunum hjá okkur og með þeim rökum hef ég óskað eftir viðræðum við FM hús.“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Haraldur tók við bæjarstjórastöðuni síðastliðið haust en hann er hagfræðingur og vann á sínum tíma skýrslu um fjárhag Reykjanesbæjar. Eins og vel er kunnugt er Reykjanesbær á barmi gjaldþrots vegna óhagstæðra samninga um einkaframkvæmd við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. „Þessir leigusamningar voru mistök hjá sveitarfélögunum. Eignarhaldsfélagið Fasteign og þeir samningar sem þar voru gerðir eru mestu mistök sem gerð voru hjá sveitarfélögunum. Enda sjáum við hvernig Álftanes fór og Reykjanesbær og Sandgerðisbær,“ segir Haraldur.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira