Innlent

Þau vilja aðstoða þig við framtalið ókeypis

Birgir Olgeirsson skrifar
Hópurinn sem ætlar að bjóða almenningi endurgjaldslausa aðstoð við framtalsskil.
Hópurinn sem ætlar að bjóða almenningi endurgjaldslausa aðstoð við framtalsskil.
Meistaranemar við Lagadeild Háskóla Íslands, í samstarfi við endurskoðunarfyrirtækið Deloitte, bjóða almenningi að koma til sín og fá endurgjaldslausa aðstoð við framtalsskil sín í hliðarsalnum við Háskólatorg (Litla-torg) frá klukkan 12 til 18 næstkomandi laugardag.

Þessa aðstoð hafa meistaranemar veitt um áraraðir en vitað er til þess að laganemar hafi aðstoðað einstaklinga við framtalsskil árið 1981. Aðstoð þessi er liður í því að laganemar þjálfist í að beita menntun sinni með hagnýtum hætti undir handleiðslu færustu fagmanna á sínu sviði.

Skattadagur Orators og Deloitte er einn liður í þessu hlutverki en jafnframt veitum laganemar einstaklingum nafnlausa aðstoð við lagaleg álitaefni í síma 551-1012 öll fimmtudagskvöld milli 19:30 og 22:00.

Þeir sem vilja nýta sér aðstoðina eru beðnir um að hafa með sér eftirfarandi:

• Veflykil RSK.

• Lykilorð og/eða auðkennislykil fyrir heimabanka, eftir því sem við á.

• Verktakamiða síðasta árs, ef við á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×