Innlent

Líkamsárásir og leigubílasvik í nótt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Kolbeinn Tumi
Leigubílstjóri kallaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega í Austurbænum í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn neitaði farþeginn að gefa upp nafn og kennitölu en hann neitaði einnig að greiða fyrir farið.



Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að hann hafi verið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann er enn vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður vegna atviksins síðar í dag.



Þetta var ekki það eina sem lögreglan gerði í gær en tilkynnt var um mann í Hafnarfirði sem gekk á milli bíla og reyndi að komast inn í þá. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að bifreiðin sem hann sjálfur ók var með röng númer og var hann handtekinn og stungið í fangageymslu.



Securitas  tilkynnti lögreglunni svo um innbrot í Garðabæ en húseigendurnir voru ekki  heima við . Þrír voru handteknir í húsinu og fluttir í fangageymslu en samkvæmt tilkynningu lögreglu verða þeir yfirheyrðir vegna málsins síðar í dag.



Í miðbænum var óskað eftir aðstoð vegna manns sem dyravörður á skemmtistað hafði tekið tökum. Maðurinn var handtekinn. Stuttu síðar var maður skallaður og sleginn á skemmtistað í bænum en árásarmaðurinn er ókunnur og rannsakar lögreglan málið. 



Tilkynnt var um að stúlka hefði verið sleginn í andlitið á skemmtistað en ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort gerandinn hafi verið handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×