Dæturnar halda kyndlinum á lofti: Margeir á Mónakó gefst ekki upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2015 14:08 Margeir Margeirsson hefur verið í bransanum lengi og rekið barina Keisarann, Mónakó og Monte Carlo. Vísir/Ernir/Daníel Munnlegur málflutningur í skaðabótamáli rekstrarfélaga öldurhúsanna Mónakó og Monte Carlo gegn Reykjavíkurborg fór fram í Hæstarétti í dag. Dómur féll í málinu í héraði í júní í fyrra og var borgin þá sýknuð af kröfum félaganna en málinu var áfrýjað. Margeir Margeirsson, vert á börunum tveimur, stefndi Reykjavíkurborg og fór fram á skaðabætur upp á tæpar 15 milljónir króna vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir á árunum 2007 til 2012 þegar erfiðlega gekk að endurnýja rekstrarleyfi staðanna. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis gerður afturreka með ákvarðanir sem vörðuðu Mónakó og Monte Carlo. Í fyrra skiptið, árið 2008, var ákveðið að takmarka opnunartíma þeirra, og árið 2012 var ekki fallist á endurnýjun rekstrarleyfisins.Endurteknar kvartanir vegna ónæðis Ákvarðanirnar byggðu á umsögnum Reykjavíkurborgar en í þeim var vísað til kvartana vegna ónæðis frá stöðunum og fjölda mála sem tengdust þeim og voru á skrá hjá lögreglu. Innanríkisráðuneytið felldi báðar þessar ákvarðanir úr gildi og komst að þeir niðurstöðu að þær hefðu ekki verið í samræmi við lög. Meðal annars hafði ekki verið gætt að andmælarétti Margeirs í umsagnarferlinu auk þess sem borgin hafði í umsögnum sínum farið út fyrir valdsvið sitt. Í kjölfarið fékkst rekstarleyfi fyrir báðum stöðunum og er Mónakó enn í fullum rekstri en Monte Carlo var lokað fyrir ári í kjölfar þess að húsnæðið var selt.Monte Carlo var lokað í febrúar í fyrra en Mónakó er enn á Laugaveginum.Vísir/DaníelDæturnar halda kyndlinum á lofti „Ég er nú kominn á eftirlaun og er bara starfsmaður þarna en dætur mínar sjá um reksturinn,“ segir Margeir Margeirsson í samtali við Vísi. Hann hefur verið í bransanum lengi en hann opnaði barinn Keisarann við Hlemm árið 1989 og svo Mónakó fjórum árum síðar. Monte Carlo var opnaður árið 2005 og stuttu síðar byrjuðu vandræðin. „Það átti bara að ganga frá Mónakó og Monte Carlo en það tókst ekki. Við fengum í kjölfarið á þessu öllu fullt leyfi og höfum haldið okkar striki,“ segir Margeir. Hann segir að sá fjöldi mála í skrá lögreglu sem á að tengjast Mónakó eða Monte Carlo sé úr öllum tengslum við raunveruleikann. „Í þessari skrá sem á að hafa legið til grundvallar því að við fengum ekki rekstrarleyfi á sínum tíma voru til dæmis þjófnaðir í verslunum í nágrenni staðanna. Einhverra hluta vegna voru þeir skráðir sem brot á Mónakó eða Monte Carlo þó að þessir þjófnaðir hafi ekkert komið okkur eða viðskiptavinum okkar við.“Mun ekki gefast upp Nú sér fyrir endann á 8 ára langri baráttu Margeirs þegar Hæstiréttur mun kveða upp sinn dóm. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta mál endanlega fer en það virðist nú vera þannig að stjórnvaldið vinnur oftast. Ég gefst hins vegar ekkert upp. Fólk hefur komið til mín og sagt að ef einhver annar hefði lent í þessum slag þá hefði stöðunum verið lokað fyrir löngu en það fór ekki þannig hjá mér.“ Tengdar fréttir Óvenjulegt innbrot á Monakó í nótt "Það þarf töluvert hugmyndaflug til að brjótast inn á þennan hátt,“ segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingarstaðarins Monakó á Laugavegi. 1. júní 2013 13:07 "Þetta er valdníðsla og einelti" "Ég er búinn að borga um 10 milljónir í lögfræðikostnað á þremur árum til þess að halda uppi mannréttindum - og ég er ekki hættur," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki að endurnýja rekstrarleyfi staðanna eftir að borgarráð lagðist gegn veitingu leyfanna. 28. janúar 2012 10:19 Eigandi Monte Carlo ætlar að stefna borginni og lögreglunni Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Mónako og Monte Carlo á Laugavegi, ætlar að höfða skaðabótamál gegn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavík vegna þeirrar ákvörðunar að synja stöðunum um veitingaleyfi. Ákvörðunin var tekin á grundvelli neikvæðrar umsagnar borgarráðs, en innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að með umsögninni hafi borgarráð farið út fyrir umsagnarsvið sitt og með því brotið gegn stjórnsýslulögum. Margeir segist í fréttastofu hafa varið um 10 milljónum króna í lögfræðikostnað vegna málsins. 18. júní 2012 17:00 "Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann“ Margeir Margeirsson á Mónakó og Monte Carlo krefst þess að Reykjavíkurborg greiði honum fimmtán milljónir fyrir umsagnir um staðina sem leiddu til lokunar. 22. október 2013 07:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Munnlegur málflutningur í skaðabótamáli rekstrarfélaga öldurhúsanna Mónakó og Monte Carlo gegn Reykjavíkurborg fór fram í Hæstarétti í dag. Dómur féll í málinu í héraði í júní í fyrra og var borgin þá sýknuð af kröfum félaganna en málinu var áfrýjað. Margeir Margeirsson, vert á börunum tveimur, stefndi Reykjavíkurborg og fór fram á skaðabætur upp á tæpar 15 milljónir króna vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir á árunum 2007 til 2012 þegar erfiðlega gekk að endurnýja rekstrarleyfi staðanna. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis gerður afturreka með ákvarðanir sem vörðuðu Mónakó og Monte Carlo. Í fyrra skiptið, árið 2008, var ákveðið að takmarka opnunartíma þeirra, og árið 2012 var ekki fallist á endurnýjun rekstrarleyfisins.Endurteknar kvartanir vegna ónæðis Ákvarðanirnar byggðu á umsögnum Reykjavíkurborgar en í þeim var vísað til kvartana vegna ónæðis frá stöðunum og fjölda mála sem tengdust þeim og voru á skrá hjá lögreglu. Innanríkisráðuneytið felldi báðar þessar ákvarðanir úr gildi og komst að þeir niðurstöðu að þær hefðu ekki verið í samræmi við lög. Meðal annars hafði ekki verið gætt að andmælarétti Margeirs í umsagnarferlinu auk þess sem borgin hafði í umsögnum sínum farið út fyrir valdsvið sitt. Í kjölfarið fékkst rekstarleyfi fyrir báðum stöðunum og er Mónakó enn í fullum rekstri en Monte Carlo var lokað fyrir ári í kjölfar þess að húsnæðið var selt.Monte Carlo var lokað í febrúar í fyrra en Mónakó er enn á Laugaveginum.Vísir/DaníelDæturnar halda kyndlinum á lofti „Ég er nú kominn á eftirlaun og er bara starfsmaður þarna en dætur mínar sjá um reksturinn,“ segir Margeir Margeirsson í samtali við Vísi. Hann hefur verið í bransanum lengi en hann opnaði barinn Keisarann við Hlemm árið 1989 og svo Mónakó fjórum árum síðar. Monte Carlo var opnaður árið 2005 og stuttu síðar byrjuðu vandræðin. „Það átti bara að ganga frá Mónakó og Monte Carlo en það tókst ekki. Við fengum í kjölfarið á þessu öllu fullt leyfi og höfum haldið okkar striki,“ segir Margeir. Hann segir að sá fjöldi mála í skrá lögreglu sem á að tengjast Mónakó eða Monte Carlo sé úr öllum tengslum við raunveruleikann. „Í þessari skrá sem á að hafa legið til grundvallar því að við fengum ekki rekstrarleyfi á sínum tíma voru til dæmis þjófnaðir í verslunum í nágrenni staðanna. Einhverra hluta vegna voru þeir skráðir sem brot á Mónakó eða Monte Carlo þó að þessir þjófnaðir hafi ekkert komið okkur eða viðskiptavinum okkar við.“Mun ekki gefast upp Nú sér fyrir endann á 8 ára langri baráttu Margeirs þegar Hæstiréttur mun kveða upp sinn dóm. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta mál endanlega fer en það virðist nú vera þannig að stjórnvaldið vinnur oftast. Ég gefst hins vegar ekkert upp. Fólk hefur komið til mín og sagt að ef einhver annar hefði lent í þessum slag þá hefði stöðunum verið lokað fyrir löngu en það fór ekki þannig hjá mér.“
Tengdar fréttir Óvenjulegt innbrot á Monakó í nótt "Það þarf töluvert hugmyndaflug til að brjótast inn á þennan hátt,“ segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingarstaðarins Monakó á Laugavegi. 1. júní 2013 13:07 "Þetta er valdníðsla og einelti" "Ég er búinn að borga um 10 milljónir í lögfræðikostnað á þremur árum til þess að halda uppi mannréttindum - og ég er ekki hættur," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki að endurnýja rekstrarleyfi staðanna eftir að borgarráð lagðist gegn veitingu leyfanna. 28. janúar 2012 10:19 Eigandi Monte Carlo ætlar að stefna borginni og lögreglunni Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Mónako og Monte Carlo á Laugavegi, ætlar að höfða skaðabótamál gegn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavík vegna þeirrar ákvörðunar að synja stöðunum um veitingaleyfi. Ákvörðunin var tekin á grundvelli neikvæðrar umsagnar borgarráðs, en innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að með umsögninni hafi borgarráð farið út fyrir umsagnarsvið sitt og með því brotið gegn stjórnsýslulögum. Margeir segist í fréttastofu hafa varið um 10 milljónum króna í lögfræðikostnað vegna málsins. 18. júní 2012 17:00 "Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann“ Margeir Margeirsson á Mónakó og Monte Carlo krefst þess að Reykjavíkurborg greiði honum fimmtán milljónir fyrir umsagnir um staðina sem leiddu til lokunar. 22. október 2013 07:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Óvenjulegt innbrot á Monakó í nótt "Það þarf töluvert hugmyndaflug til að brjótast inn á þennan hátt,“ segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingarstaðarins Monakó á Laugavegi. 1. júní 2013 13:07
"Þetta er valdníðsla og einelti" "Ég er búinn að borga um 10 milljónir í lögfræðikostnað á þremur árum til þess að halda uppi mannréttindum - og ég er ekki hættur," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki að endurnýja rekstrarleyfi staðanna eftir að borgarráð lagðist gegn veitingu leyfanna. 28. janúar 2012 10:19
Eigandi Monte Carlo ætlar að stefna borginni og lögreglunni Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Mónako og Monte Carlo á Laugavegi, ætlar að höfða skaðabótamál gegn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavík vegna þeirrar ákvörðunar að synja stöðunum um veitingaleyfi. Ákvörðunin var tekin á grundvelli neikvæðrar umsagnar borgarráðs, en innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að með umsögninni hafi borgarráð farið út fyrir umsagnarsvið sitt og með því brotið gegn stjórnsýslulögum. Margeir segist í fréttastofu hafa varið um 10 milljónum króna í lögfræðikostnað vegna málsins. 18. júní 2012 17:00
"Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann“ Margeir Margeirsson á Mónakó og Monte Carlo krefst þess að Reykjavíkurborg greiði honum fimmtán milljónir fyrir umsagnir um staðina sem leiddu til lokunar. 22. október 2013 07:00